Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 9
BÚFRÆBINGDRINN
5
sem alheill væri, unz hann varð brá'ðkvaddur, að heimili sínu
á Bólstað, 5. janúar síðastliðinn.
Ef meta á störf Theódórs í þágu bænda og búaliðs, eru það
að sjálfsögðu störf hans í þágu hrossaræktarinnar, sem fyrst
koma til álita. Þeirri grein vann hann óskiptur, um nær 19
ára skeið, af hinum alkunna áhuga og starfsnautn, og þar
markaði hann dýpst spor. Áður en Theódór kom til starfsins
var í mörgum sveitum ekki annað sýnna en að fjörhestar
væru að mestu hverfandi. Á sýningum höfðu hross verið
mest dæmd með tilliti til stærðar, en minna hirt um sál-
ræna eiginleika. Þá voru og uppi háværar raddir um aðgrein-
ingu íslenzka hestsins í tvö kyn, reiðhesta- og dráttarhesta-
kyn. Þessu var Theódór algerlega mótfallinn, sem kunnugt
er, og skrifaði máli sínu til stuðnings skarplega grein, sem
birt var í Búnaðarritinu. Urðu engir til andmæla og hefir
verið hljótt um þetta mál síðan. Mun mönnum hafa skilizt
almennt, að nógu snemmt væri að hugsa til tvískiptrar hesta-
ræktar meðan hestarækt er á byrjunarstigi, og einnig, að
kostum góðhestsins yrði ekki á glæ kastað þótt þeir fyndust
hjá hestum, er nota skyldi til dráttar eða áburðar. Þegar er
Theódór hóf starf sitt sem ráðunautur í hrossarækt kom
glöggt fram, að hann var starfi sínu prýðilega vaxinn. Jafn-
framt því sem hann var hárglöggur að dæma hesta eftir
byggingu, tók hann engu síður tillit til andlegra eiginleika
þeirra — hafði líka sérstaklega næman skilning á göfgi hests-
ins og kenndum hans. Enda naut hann almenns trausts í
starfinu og var þar, að minsta kosti af bændum og búa-
liði, undantekningarlaust talinn réttur maður á réttum stað.
Þótt Theódór ynni að ritstörfum mest í hjáverkum, liggur
eftir hann á því sviði talsvert að vöxtum, en þó meira miklu
að gæðum. Bók hans, Hestar, kom út 1931 og Járningar
1938. Auk þess ýmsar greinar í Búnaðarritinu, Handbók bænda,
L