Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 9

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 9
BÚFRÆBINGDRINN 5 sem alheill væri, unz hann varð brá'ðkvaddur, að heimili sínu á Bólstað, 5. janúar síðastliðinn. Ef meta á störf Theódórs í þágu bænda og búaliðs, eru það að sjálfsögðu störf hans í þágu hrossaræktarinnar, sem fyrst koma til álita. Þeirri grein vann hann óskiptur, um nær 19 ára skeið, af hinum alkunna áhuga og starfsnautn, og þar markaði hann dýpst spor. Áður en Theódór kom til starfsins var í mörgum sveitum ekki annað sýnna en að fjörhestar væru að mestu hverfandi. Á sýningum höfðu hross verið mest dæmd með tilliti til stærðar, en minna hirt um sál- ræna eiginleika. Þá voru og uppi háværar raddir um aðgrein- ingu íslenzka hestsins í tvö kyn, reiðhesta- og dráttarhesta- kyn. Þessu var Theódór algerlega mótfallinn, sem kunnugt er, og skrifaði máli sínu til stuðnings skarplega grein, sem birt var í Búnaðarritinu. Urðu engir til andmæla og hefir verið hljótt um þetta mál síðan. Mun mönnum hafa skilizt almennt, að nógu snemmt væri að hugsa til tvískiptrar hesta- ræktar meðan hestarækt er á byrjunarstigi, og einnig, að kostum góðhestsins yrði ekki á glæ kastað þótt þeir fyndust hjá hestum, er nota skyldi til dráttar eða áburðar. Þegar er Theódór hóf starf sitt sem ráðunautur í hrossarækt kom glöggt fram, að hann var starfi sínu prýðilega vaxinn. Jafn- framt því sem hann var hárglöggur að dæma hesta eftir byggingu, tók hann engu síður tillit til andlegra eiginleika þeirra — hafði líka sérstaklega næman skilning á göfgi hests- ins og kenndum hans. Enda naut hann almenns trausts í starfinu og var þar, að minsta kosti af bændum og búa- liði, undantekningarlaust talinn réttur maður á réttum stað. Þótt Theódór ynni að ritstörfum mest í hjáverkum, liggur eftir hann á því sviði talsvert að vöxtum, en þó meira miklu að gæðum. Bók hans, Hestar, kom út 1931 og Járningar 1938. Auk þess ýmsar greinar í Búnaðarritinu, Handbók bænda, L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.