Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 14
Fylgt úr hlaði.
Kapp það, er allar menningarþjóðir nútímans leggja á-
að auka og bæta skóla sína, ætti að vera nokkur sönnun
þess, að þeir séu allmikils virði, enda munu flestir á einu
máli um að svo sé. Meðferð uppeldismála er sá grundvöllur,
sem sjálfstæði, atvinnulíf og öll menning þjóðanna hvíla á.
Kalla má, að skólar vorir hafi aukizt og eflzt með ári
hverju, nú um skeið. Þeir eru orðnir miklu, eða mestu, ráð-
andi um uppeldismál vor. Það er því nokkur ástæða til þess
að gera sér grein fyrir því, hvernig æskan unir þessum sívax-
andi áhrifum skólanna. Þó verða hvorki barnaskólar né sér-
skólar þeir, er fólk hlýtur að sækja, í þeirri von að afla sér
embætta, metnir á vog þeirra vinsælda, er menntastofn-
anir vorar njóta hjá æskunni. En um lýðskóla, gagnfræða-
skóla og ýmsar fleiri menntastofnanir vorar, hefir fólkið
fullkomið valfrelsi. Æskan ræður öllu um, hverja af slíkum
skólum hún sækir og hversu þéttskipaðir þeir verða.
Hvað sem segja má um menntasetur vor, afköst þeirra og
ágæti, þá er það eitt víst, að mjög eru þau eftirsótt, enda
munu þau án efa svara kröfum tímans á borð við það, sem
viða gerist annarsstaðar.
Því mun svo farið um flesta þá, er í skóla ganga, að þeir
minnast vistar sinnar þar með hlýjum hug og söknuði.
Meðan áhrifavald skólanna nær slíkum tökum, verður að
ætla, að þeir séu vel á vegi staddir. Þeim hefir tekizt að
Jaða æskuna og leysa úr fjölmörgum spurningum, er hún
þráir svör við. Þeim mun og oft hafa tek^zt sæmilega vel
að inna það af höndum, sem á að vera aðalhlutverk þeirra,
það, að gefa nemendum sínum arf horfinna kynslóða, að
meira eða minna leyti, og stytta þannig reynsluleið þeirra,