Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 27
BÚFRÆÐINGURINN
23
vetrar og ekki sízt hjá ungviðinu, sem helzta hefir þörfina
fyrir lífefnin á meðan það er að vaxa.
Það sem ég hugsaði þegar ég fór um hin fögru héruð, með
kolfallin kartöflugrös í görðum, var á þessa leið: Hvílík vand-
ræði, að fólkið skuli svo að segja eingöngu treysta á kartöfl-
una, en láta svo að segja ónotaðar aðrar matjurtir, sem þola
þó sumar miklu meiri kulda en þær. Og mér datt í hug græn-
kálið, sem stendur af sér öll frost, matjurtin, sem ætti að
vera í garði hvers einasta manns. í íslenzkum kartöflum eru
um 14% af næringarefnum. En vitið þið það, bændur góðir,
að í grænkáli eru 20% af næringarefnum? Með öðrum orðum:
Grænkálið er næringarauðugasta matjurtin, sem við getum
ræktað í görðunum okkar. Auk þess leika geislar sólarinnar
um hvert blað og lífefnainnihald grænkálsblaðanna er því
mikið — og meira en annara káltegunda. í hvítkálshausum
og í blómkálshausum er ,,aðeins“ 10% af næringarefnum, og
af lífefnunum er aðeins lítið í yztu blöðum hvítkálsins og
sama sem ekkert i blómkálshausunum.
Grænkálsblöðin eru þvl meir en helmingi auðugri að efn-
um en aðrar káltegundir. Fræið ódýrast, auðræktaðast, getur
gefið afarmikla uppskeru, þolir hvaða frost, sem koma kunna.
Svo þarna má hafa nýtt kál fram eftir öllum vetri, holla ljúf-
fenga og lífefnaríka fæðu. — Væri ekki munur að eiga nokkra
tugi eða hundruð grænkálsplantna, — allt eftir stærð heim-
ilanna — í einu horni kartöflugarðsins? Og eiga þar heilsu-
lind heimilisins þegar hin ágætasta jurtin, kartaflan, bregzt.
Aðeins verður að skýla grænkálinu fyrir snjóþyngslum og
stormi og þá má taka plönturnar upp með hnaus og færa þær
saman. Telja sumir, að grænkál sé ljúffengara er það hefir
frosið nokkrum sinnum.
Grænkálsfræinu má sá beint í garðinn á vorin undir eins
og jörðin er þíð, og því sáð hæfilega þétt, þá myndar
það fljótt samfellda breiðu, sem skera má af til notk-
unar 6—8 vikum eftir sáningu. Svo grænkálið er ein af þeim
matjurtum, sem fyrst getur komið í gagnið eftir veturinn. En
vilji menn hafa það þroskamikið til hausts og vetrarneyzlu,
er sjálfsagt að sá því í sólreit og ala plönturnar þar upp, en