Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 30

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 30
26 BÚFRÆÐINGURINN hrapallega yfir einfaldasta, áhrifamesta og ódýrasta ráðið, en það er hirðing sáðlandanna þann tíma, sem þau eru ósáin — haust og vor. Áður en eg vík að því að skýra þetta frekar, skulum við athuga lítið eitt eiginleika og útbreiðsluhætti arfans, því við þá verða allar varnarráðstafanir gegn honum að miðast. Arfinn telst til þess flokks illgresis, er við nefnum frœ- illgresi, því hann útbreiðist og eykur kyn sitt aðeins með fræi en ekki með rótum, stönglum eða á annan ókynslegan hátt. Ennfremur er arfinn einær, þ. e. a. s. hver arfaplanta ber aðeins einu sinni fræ og deyr síðan. Ástæðurnar til þess, að arfinn, þrátt fyrir þetta, er eins áleitinn og raun ber vitni um, eru meðal annars þær, að fræviðkoman er geysimikil, vöxtur plöntunnar og fræþroski tekur skamman tíma, fræið getur gróið, þótt það sé tæplega meira en hálfþroskað, geymist vel og þolir að frjósa í lengri tíma og fara gegnum meltingarfæri búfénaðar, án þess að tapa grókrafti svo nokkru nemi. Enn- fremur má benda á það, að arfaplöntur, sem vaxa upp af fræi, sem spírar á haustin, geymast óskemmdar yfir veturinn og halda áfram að vaxa næsta vor, eins og ekkert hafi í skorizt, og arfinn getur vaxið og spírað við lægra hitastig en flestar aðrar jurtir. Af þessu er það augljóst, að í barátt- unni við arfann eru það þrjú atriði, sem mestu máli skipta, en þau eru: 1. Að hindra það, að arfafrœ berist í flög og garða. Það er vitanlega hægt að tefja fyrir því, að arfi berist í flögin, en að hindra það algerlega mun reynast ókleift. Arfinn er svo útbreidd jurt og möguleikarnir til þess að hann útbreiðist svo margir. Fuglar, vindar og jarðvinnsluáhöld geta borið hann í flögin, að ógleymdum búfjáráburðinum, sem er venju- lega aðalarfafræberinn. Örfáar arfaplöntur, á víð og dreif um flögin, láta lítið yfir sér og við veitum þeim varla athygli, en þær nægja til þess, að arfinn er kominn í algleyming áður en varir. 2. Að hindra að arfinn beri frœ. Þegar arfinn vex innan um annan gróður er þetta óframkvæmanlegt. í matjurta- görðum má mikið tefja fyrir fræmynduninni, framan af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Búfræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.