Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 30
26
BÚFRÆÐINGURINN
hrapallega yfir einfaldasta, áhrifamesta og ódýrasta ráðið,
en það er hirðing sáðlandanna þann tíma, sem þau eru
ósáin — haust og vor.
Áður en eg vík að því að skýra þetta frekar, skulum við
athuga lítið eitt eiginleika og útbreiðsluhætti arfans, því við
þá verða allar varnarráðstafanir gegn honum að miðast.
Arfinn telst til þess flokks illgresis, er við nefnum frœ-
illgresi, því hann útbreiðist og eykur kyn sitt aðeins með fræi
en ekki með rótum, stönglum eða á annan ókynslegan hátt.
Ennfremur er arfinn einær, þ. e. a. s. hver arfaplanta ber
aðeins einu sinni fræ og deyr síðan. Ástæðurnar til þess, að
arfinn, þrátt fyrir þetta, er eins áleitinn og raun ber vitni um,
eru meðal annars þær, að fræviðkoman er geysimikil, vöxtur
plöntunnar og fræþroski tekur skamman tíma, fræið getur
gróið, þótt það sé tæplega meira en hálfþroskað, geymist vel
og þolir að frjósa í lengri tíma og fara gegnum meltingarfæri
búfénaðar, án þess að tapa grókrafti svo nokkru nemi. Enn-
fremur má benda á það, að arfaplöntur, sem vaxa upp af
fræi, sem spírar á haustin, geymast óskemmdar yfir veturinn
og halda áfram að vaxa næsta vor, eins og ekkert hafi í
skorizt, og arfinn getur vaxið og spírað við lægra hitastig
en flestar aðrar jurtir. Af þessu er það augljóst, að í barátt-
unni við arfann eru það þrjú atriði, sem mestu máli skipta,
en þau eru:
1. Að hindra það, að arfafrœ berist í flög og garða. Það er
vitanlega hægt að tefja fyrir því, að arfi berist í flögin, en
að hindra það algerlega mun reynast ókleift. Arfinn er svo
útbreidd jurt og möguleikarnir til þess að hann útbreiðist
svo margir. Fuglar, vindar og jarðvinnsluáhöld geta borið
hann í flögin, að ógleymdum búfjáráburðinum, sem er venju-
lega aðalarfafræberinn. Örfáar arfaplöntur, á víð og dreif
um flögin, láta lítið yfir sér og við veitum þeim varla athygli,
en þær nægja til þess, að arfinn er kominn í algleyming áður
en varir.
2. Að hindra að arfinn beri frœ. Þegar arfinn vex innan
um annan gróður er þetta óframkvæmanlegt. í matjurta-
görðum má mikið tefja fyrir fræmynduninni, framan af