Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 39
BÚFRÆÐINGURINN
35
milli raðanna eru hafðir ca 50—60 cm, en á milli plant-
anna í röðinni ca 40—45 cm.
Af káltegundunum gerir grænkálið minnstar kröfur til
jarðvegs, veðráttu og vaxtarrýmis. Það er hægt að rækta
það með góðum árangri á yztu annesjum, ef sáð er til þess
í gróðrarstíu. í öllum veðursælum sveitum má sá til þess
á bersvæði.
Grænkálið þolir frost, og verður jafnvel bragðbetra eftir
að það hefir frosið að haustinu. Það geymist vel úti. Getur
staðið í garðinum óskemmt langt fram á vetur. Ef hætta
er á að snjó leggi yfir garðinn, má taka grænkálið upp með
rótum, færa það saman og flytja þangað, sem hærra ber.
Blómkál gerir meiri kröfur til jarðvegs og allrar aðbúðar
en grænkál. Sérstaklega er það mjög áburöarfrekt. Það er
gott að vökva blómkálið með áburðarvatni, þegar höfuðin
eru að byrja að myndast. Yfir hausana eru brotin tvö blöð
þegar þeir eru hálfvaxnir. Þeir verða þá í skugga og halda
betur lit sínum og festu.
Höfuðin verður að taka upp strax og þau eru orðin full-
þroskuð. Ef á að geyma kálið, þá eru höfuðin tekin upp með
rót, moldin hrist frá, blöðin látin fylgja með og höfuðiö
með rót og blöðum geymt í köldum kjallara eða jarðhúsi.
Blómkálið þolir ekki frost. Það er því allt tekið upp áður
en nokkur veruleg haustfrost koma, þó öll höfuðin séu ekki
fullþroska. Blómkálshöfuðin má geyma lengi í daufum
saltlegi.
Hvltkál þarfnast svipaðrar aðbúðar og blómkál. Það
þolir nokkurt frost, en verður þó að takast upp áður en
frýs fyrir alvöru að haustinu. Þess skal gætt, að það sé vel
þítt og þurrt þegar það er tekið upp. Hvítkál má geyma
lengi með mörgum aðferðum.
í þessari káltegund höfum við einna mesta möguleika til
að geyma orku sólar og jarðvegs í lifandi ástandi langt fram
á vetur og jafnvel fram á vor. Það á því fyrst og fremst að
vera ræktað í því augnamiði, að það sé geymt til vetrarins
og notað þá.
Þegar á að geyma hvítkál í Danmörku allan veturinn,
3*