Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 40
36
BÚFEÆÐINGURINN
þá er það haft úti. Kálhöfðunum er raöað á grúfu í tvær
raðir og mold mokað yfir. Moldarlagið er haft ca. 1 fet á
þykkt. í miklum frostum er gömlum hálmi eða þangi fleygt
yfir moldarhrygginn til frekara skjóls, því að kálið má
ekki frjósa. Þessa geymsluaðferð hefi ég ekki vitað reynda
hér á landi. En allar líkur benda til að vel megi nota hana,
sé þess gætt að skýla kálinu nógu vel fyrir frosti.
í köldum kjöllurum og jarðhúsum, þar sem ekki frýs, og
hægt er að hafa gott loft, má geyma kálhöfuðin með því
að láta þau hanga í snúru. Bandinu er bundiö um kálstokk-
inn og höfuðið látið hanga niður.
í Noregi hefi ég séð stórar kálgeymslur. Þar var kálhöfö-
unum raðað á grúfu á rimlahillur, sem voru hafðar hver
upp af annarri. Mér var sagt, að vel væri hægt að halda
kálinu óskemmdu í geymslum þessum vetrarlangt, ef þess
væri nógu vel gætt, að leiða burtu þá vatnsgufu og þann
kolsýring, sem alltaf er að myndast í kálinu, og í öðru
lagi að sjá fyrir því, að frískt loft geti streymt inn i geymsl-
una. í einu orði sagt að hafa loftrœstinguna sem allra bezta,
án þess þó að nokkurn tíma kólni of mikið i geymslunni,
eða hitastigið verði of hátt.
Hvítkál má salta ofan í tunnur, og er hæfilegt að nota
1 kg. af salti á móti 10 kg. af káli. Höfuðin eru skorin í
sneiðar, og sneiðunum þjappað vel saman í ílátinu með tré-
hnalli, og að lokum er látið farg á kálið. Saltað kál verður
að afvatna áður en það er notað.
Toppkál nær öllu fyrr sæmilegum þroska heldur en hvít-
kál. Er sérstaklega hentugt að nota það seinnipart sumars
og á haustin. Ef það er ekki allt notað, þá má geyma af-
ganginn til vetrarins á sama hátt og hvítkál.
Þá hafa verið dregin fram nokkur atriði viðvíkjandi rækt-
un og geymslu þessara káltegunda. Eins og gefur að skilja,
þá er ekki hægt að taka allt með í svo stuttri grein. En ég
vona samt, að þessar bendingar geti orðið einhverjum að
liði í garðrækt þeirra, og stuðli á þann hátt að aukinni fram-
leiðslu garðávaxta.
Ég hefi þá trú, aö í garðræktinni liggi miklir möguleikar