Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 43
BÚFRÆÐINGURINN
39
Á haustin, þegar notkun véla og áhalda er lokið, er nauð-
synlegt að koma þeim í rakalaust hús, en sé slíkt ekki fyrir
hendi, er þó, af tvennu illu, skárra að láta þau standa úti
á þurrum velli, þar sem ekki skeflir að, en að geyma þau í
röku húsi. Ef vel á að vera þarf rakalaus verkfæraskemma
að vera á hverju býli. En hér er það, sem getuna sumstaðar
brestur. Bændur hafa ekki allir ráð á að koma þessum
geymslum upp, þó efnið í þær kosti ekki mikið meira en
verð einnar sláttuvélar.
Þar sem þéttbýlt er, og jarðir litlar, gæti komið til mála
fyrir bændur að byggja verkfærageymslu í félagi og geyma
áhöldin saman. Þeim yrði þetta ódýrara heldur en ef hver
byggði út af fyrir sig.
Áður en gengið er frá verkfærunum á haustin þarf að
hreinsa þau og gera við það, sem er bilað. Aðgerðir, sem látn-
ar eru biða fram á síðustu stundu, verða oft mjög kostnaðar-
samar. Við hreinsun má ekki aðskilja vélarhlutina meir en
nauðsynlegt er, því að rær halda lakar því oftar, sem þær
eru losaðar. Allir ómálaðir járnhlutir verkfæranna ryðga,
þegar hætt er að nota þau. Járnið má verja gegn ryði með
því að smyrja það í heitri blöndu, sem í eru 2 hlutir af tólg
og 1 hlutur af krít. Hafi maður ekki tólgina og krítina má
nota smurningsolíu, kalkvatn, koppafeiti o. fl.
Þau áhöld, sem aðeins eru notuð vor og haust, svo sem
plógar og herfi, ryðga yfir sumarið, ef ekkert er að gert. En
séu þau smurð með efni, sem ekki rignir af þeim, t. d. tólg
og krít, má halda þeim alveg ryðlausum. Ryðið stórskemmir
áhöldin, eyðileggur yfirborð þeirra, útlit og notagildi. Það er
því sjálfsagt að gera allt, sem hægt er til að halda því frá
verkfærunum.
Ný verkfæri koma æfinlega máluð, í það minnsta að nokkru
leyti. Þetta mál slitnar af með tímanum og ef það er ekki
endurnýjað, þá kemur oftast ryð á járnið í staðinn og tréð
fúnar. Það kostar mjög lítið að mála áhöldin einu sinni á
ári eða annað hvort ár. Við það verða þau þrifalegri, end-
ingarbetri og fallegri útlits. í verzlunum er hægt að fá til-
búna málningu, bæði fyrir járn og tré. Kristján Karlsson.