Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 43

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 43
BÚFRÆÐINGURINN 39 Á haustin, þegar notkun véla og áhalda er lokið, er nauð- synlegt að koma þeim í rakalaust hús, en sé slíkt ekki fyrir hendi, er þó, af tvennu illu, skárra að láta þau standa úti á þurrum velli, þar sem ekki skeflir að, en að geyma þau í röku húsi. Ef vel á að vera þarf rakalaus verkfæraskemma að vera á hverju býli. En hér er það, sem getuna sumstaðar brestur. Bændur hafa ekki allir ráð á að koma þessum geymslum upp, þó efnið í þær kosti ekki mikið meira en verð einnar sláttuvélar. Þar sem þéttbýlt er, og jarðir litlar, gæti komið til mála fyrir bændur að byggja verkfærageymslu í félagi og geyma áhöldin saman. Þeim yrði þetta ódýrara heldur en ef hver byggði út af fyrir sig. Áður en gengið er frá verkfærunum á haustin þarf að hreinsa þau og gera við það, sem er bilað. Aðgerðir, sem látn- ar eru biða fram á síðustu stundu, verða oft mjög kostnaðar- samar. Við hreinsun má ekki aðskilja vélarhlutina meir en nauðsynlegt er, því að rær halda lakar því oftar, sem þær eru losaðar. Allir ómálaðir járnhlutir verkfæranna ryðga, þegar hætt er að nota þau. Járnið má verja gegn ryði með því að smyrja það í heitri blöndu, sem í eru 2 hlutir af tólg og 1 hlutur af krít. Hafi maður ekki tólgina og krítina má nota smurningsolíu, kalkvatn, koppafeiti o. fl. Þau áhöld, sem aðeins eru notuð vor og haust, svo sem plógar og herfi, ryðga yfir sumarið, ef ekkert er að gert. En séu þau smurð með efni, sem ekki rignir af þeim, t. d. tólg og krít, má halda þeim alveg ryðlausum. Ryðið stórskemmir áhöldin, eyðileggur yfirborð þeirra, útlit og notagildi. Það er því sjálfsagt að gera allt, sem hægt er til að halda því frá verkfærunum. Ný verkfæri koma æfinlega máluð, í það minnsta að nokkru leyti. Þetta mál slitnar af með tímanum og ef það er ekki endurnýjað, þá kemur oftast ryð á járnið í staðinn og tréð fúnar. Það kostar mjög lítið að mála áhöldin einu sinni á ári eða annað hvort ár. Við það verða þau þrifalegri, end- ingarbetri og fallegri útlits. í verzlunum er hægt að fá til- búna málningu, bæði fyrir járn og tré. Kristján Karlsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Búfræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.