Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 50

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 50
46 BÚFRÆÐINGUftlNN hægt að stýra honum að framan líkt og bíl, og hafa ýmsir fleiri notað slíkan útbúnað. Loks skoðuðum við mjólJcurbúið í Hveragerði, sem er ein- stakt að því leyti, að það er rekið með jarðhita og rafmagni. Er þar búið til mikið af mysuosti. Nokkru eftir að við vorum þarna á ferðinni, keypti mjólkurbú Flóamanna það, og starfar það nú sem útibú þaðan. Dagur var nú að kvöldi kominn og var því ekið beint til náttstaðar, en það var að Ölfusárbrú. Komið þangað kl. 10—11. Þriðjudaginn 21. júní lögðum við af stað kl. 7 um morgun- inn. Fyrst skoðuðum við vijólkurbú Flóamanna, sem mun vera stærsta og myndarlegasta mjólkurbú hér á landi. Það var byggt 1928—1929 og tók til starfa 5. desember 1929. Þá slóst í för með okkur Ingólfur Þorsteinsson, eftirlits- maður Flóaáveitunnar, til þess að sýna okkur það fyrirtæki. Var fyrst ekið á leið til Eyrarbakka og stanzað í hinni svo- kölluðu „Síberíu“, en það er allstórt landsvæði (260 ha), sem ríkið fékk frá Kaldaðarnesi og Sandvíkurtorfunni upp í stofn- kostnað Flóaáveitunnar. Af þessu svæði hafa verið afmark- aðir 107 ha, sem á að þurrka og reisa síðan nýbýli (ef til vill samvinnubyggðir). Er framræslan fyrir nokkru hafin (okt. 1935) og hefir hún verið unnin sem atvinnubótavinna frá Reykjavík. Opnir skurðir eru lagðir með 70 m millibili (samhliða), en hver spilda er á lengd um 1100 m. Síðan á að lokræsa á milli opnu skurðanna með 12—18 m millibili. Dýpt opnu skurðanna er yfirleitt 1,60—1,90 m með halla 1:1000, en sá halli er víðast á Flóaáveitusvæðinu. Skurðirnir eru yfirleitt grafnir ofan á hraun, en það er víðast undirlag Flóans. Flóaáveitan mun vera eitt allra stærsta áveitufyrir- tæki í Evrópu. Verkið var framkvæmt á árunum 1922—1927 og kostaði um 1,3 milljónir kr. Áveitusvæðið er um 12000 ha og heyrir til 130 jörðum. Vatnið er tekið úr Hvítá eftir 19 km löngum aðfærsluskurði, sem hefir botnbreidd 6—11 m og er 2—5 á dýpt. Vatnsmagnið er um 1,5—2 lítrar á sek. pr. ha. Flóaáveitan hefir aukið grassprettu mjög verulega í Fló- anum. Hún hefir, í sambandi við mjólkurbúið við Ölfusá, gert Flóann að einni blómlegustu byggð þessa lands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.