Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 85
BÚFRÆÐINGURINN
81
giftusamlega valizt, að þau hefðu verið betri en það, sem
fyrir var, og orðið til að bæta hænsnahópinn.
Hœnsnakyn.
Hænsnin voru fyrst tamin og notuð sem húsdýr í Kína
og Litlu-Asíu. Hve langt er siðan vita menn ekki með vissu,
en telja að liðin séu 2000 ár síðan þau fluttust til Evrópu.
Eftir því sem næst verður komizt, þá eru nú í heiminum
um 100 tamin hænsnakyn, sem auðþekkjanleg eru hvert frá
öðru, af ytra útliti og af arfgengum eiginleikum.
Eigi er vitað hvort öll þessi kyn eru komin út af einu villtu
hænsnakyni eða fleiri villtum hænsnakynjum. Óhætt mun
samt vera að fullyrða, að flest öll tömdu hænsnakynin séu
komin út af hinum villtu indversku Bankiva-hænsnum.
Hvernig kynin eru til orðin er ekki ætíð hægt að segja
með vissu, en oft er myndun þeirra augljós.
Allir þekkja og vita, að eins og dýrin koma fyrir, eru
þau allólík í ýmsum löndum og innan sama lands. Algild er
sú regla, að þeim dýrum, sem mesta líkingu hafa innbyrðis,
sé skipað saman og kalla menn þá flokka kyn.
Eftir því, hvernig kynin hafa myndazt, gera menn greinar-
mun á svo nefndum náttúru-, land, og rœktuöum kynjum.
Skal nú leitazt við að skýra þessa skilgreiningu.
Fullkomin náttúrukyn eru eigi önnur en þau dýr, sem hirð-
ingjar hafa. Þau verða að komast af með það eitt, sem þau
sjálf geta aflað sér til fæðu. Líkjast mörg þau kyn allveru-
lega villtum kynjum.
Landkyn nefnast samkvæmt fyrrgreindri skilgreiningu þau
kyn, sem þeir menn hafa, er tekið hafa sér fasta bústaði og
sem að einhverju leyti eru fóðruð með því, sem menn afla
til þeirra hluta. Þessi kyn hafa mótazt fyrir langvarandi
einangrun og svipaða meðferð um langan tíma. Þetta hefir
haft þau áhrif á dýrin að þroski þeirra er í meira eða minna
samræmi við meðferðina og notin, sem af þeim hafa verið
höfð, og ennfremur hafa þau meira eða minna ósjálfrátt
sveigzt í þá átt að gera þau nothæfari.
Ræktuð kyn nefnast þau kyn, sem myndazt hafa fyrir við-
6