Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 100
96
BÚFRÆÐINGUEINN
þeim í mélahringina með taumalásum. Keyra svo hest-
ana þangað sem verkfærið er, sem á að nota. Ef það er t. d.
sláttuvél, á að keyra hestana framfyrir stöngina og láta þá
„bakka“ yfir framhemlana og inn í dráttartaugarnar. Svo er
gengið fram fyrir hestana, stönginni lyft upp og keðjunum
krækt á króka í aktýgjahringjunum. Það er bezti og fljót-
asti útbúnaður þá sláttuvél er notuð. Vilji hestar stíga í
taugar, þannig að þær verði innanfótar, á ekki að taka fót-
inn upp með hendinni, heldur á maður að krækja fæti fyrir
taugina það þétt, að hún komi vel við fótlegg hestsins,
styðja þétt með báðum höndum á hliðina á honum og segja
skýrt og ákveðið: „Farðu úr tauginni“. Tekur þá hesturinn
venjulega upp fótinn sjálfur, um leið og tauginni er kippt
út fyrir. Þetta þarf ekki að gera nema nokkrum sinnum,
eftir það er nóg að segja orðin „farðu úr tauginni“ og nefna
nafn hestsins, því hestar læra fljótt að þekkja nafnið sitt,
sé talað við þá við vinnu. Ef sá siður er hafður að taka fót-
inn upp með hendi, ef hestur stígur í taug, lærir hann helzt
aldrei að taka fótinn upp sjálfur og færa hann innfyrir
taugina.
Þegar farið er að vinna með hestum verður að varast að
láta þá ráða sjálfa, hvar og hvenær stanzað er til smáhvílda.
Sé slegið með sléttuvél er rétt að stanza einu sinni í hverj-
um hring og ætíð á sama stað, en ekki þarf það að vera
nema nokkur augnablik. Sama er að segja þegar plægt er
eða herfað, að stanza einungis á sama stað eða stöðum í
hverri umferð. Vilji hesturinn eða hestarnir stanza þess á
milli, verður að taka hart á því og líða það ekki (það er að
segja ef dráttur er ekki svo óhæfilega þungur, að hestarnir
komizt ekki nema nokkra metra í einu, en slíkt eru óheppi-
leg vinnubrögð).
Það er hætt við, ef hestunum er lofað að stanza þegar
þeim sýnist sjálfum, verði stanzarnir nokkuð margir og
verkið gangi ekki vel. Þegar hestarnir ganga vel og með þeim
hraða, sem maður óskar, á að gefa sér tíma til að ganga
fram fyrir þá, klappa þeim og tala hlýlega við þá um leið og