Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 105
BÚPRÆÐINGURINN
101
hestarnir, sem á að vinna með, vanir drætti, er plægingin
ekki vandaverk. Þó mun það reynast svo, að talsverð æfing
er nauðsynleg hverjum þeim manni, sem ætlar að stunda
plægingar, en eigi bóndinn plóg og hesta til að vinna með,
kemur æfingin með tímanum, ef plægt er á hverju ári, þó
að ekki sé mikið í einu, og eftir fá ár fer verkið að ganga
vel. — Ég býst við, að ekki sé hægt að skrifa svo um plæg-
ingar, að hægt sé að læra verkið af því. Þar gildir þessi
gamla regla, að menn verða að sjá verkið og vinna það fyrst
undir leiðsögn þess, sem kann. Þó má gefa leiðbeiningar, sem
að gagni mega koma, og skulu hér taldar nokkrar:
1. Þegar byrjað er að plægja verður að stilla beizlið á
plógnum þannig, að hann taki hæfilega djúpt í jarðveginn,
án þess að plægingamaðurinn þurfi að beita kröftum við
plógsköftin. Það er talið erfitt verk að plægja, en það erfiði
hverfur að miklu leyti ef plógur og allur útbúnaður er í góðu
lagi, því að plógmaðurinn á ekki að þurfa annað en að
styðja plóginn í rásinni, svo að hann hallist ekki út á hlið-
arnar á víxl. Þó geta verið talsverðar undantekningar frá
þessu þegar stórþýft land er plægt, enda er stóra þýfið erf-
iðasta landið til plæginga, sérstaklega ef grjót er í þúfum.
2. Alla dráttarhesta á að venja við stjórntauma og plóg-
maðurinn á sjálfur að hafa taumhaldið (plægja einn). Liggja
þá stjórntaumarnir venjulega um axlir, mitti eða plógsköftin,
meðan plægt er. Menn eru vanalega fljótir að ná réttum
tökum á plægingunni, þó að þeir stýri hestunum líka.
3. Áður en byrjað er að plægja verður að athuga, hvar
bezt er að byrja á landinu. Verkið vinnst betur, ef hægt
er að fara langar umferðir með hestana. Þá gengur minni
tími í snúningana. Sjálfsagt er að plægja á tvo vegu (teiga-
plægingu), út og suður, eða austur og vestur, og merkja vel
fyrir fyrstu umferðinni eða þar, sem fyrsta streng á að
taka, svo að línan verði bein, því plægingin verður aldrei í
bezta lagi, ef gatan, sem annar hesturinn gengur, er í hlykkj-
um. Á hallamiklu landi er ekki hægt að plægja nema á einn
veg, vegna þess að plógurinn veltir ekki af sér á móti brekk-
unni, en það er mjög þýðingarmikið að hvergi liggi strengur