Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 112
108
BÚFRÆÐINGURINN
fest er með járnunum jafnóöum sem bilið milli rennings og
veggjar eru vel stoppað, og verður það sem næst 16 cm,
því þynnra má það ekki vera til að öruggt sé. í listana yfir
torfið er auðvitað sjálfsagt að nota það lakasta úr móta-
timbrinu, t. d. múrstorkiö, naglrekið og annað timburbrak.
Svo er strengt venjulegt múraravírnet á veggina og húðað
svo með múrblöndu 1 : 4. Hæfileg þykkt á þessu múrlagi er
iy2 cm utan á timbrið. Á milli listanna verður múrinn ögn
þykkri, sumstaðar allt að 4 cm. Verður þá veggþykkt þannig:
Einfaldur steypuveggur 22 cm, torf 16 cm, renningar og múr-
húðun 4 cm = 42 cm. Veggir þessir eru svo ýmist veggfóðr-
aðir eða málaðir. Þess verður að gæta, að gera útvegginn
vatnsþéttan að utan, verða þá veggir þessir sterkir, hlýir og
smekklegir.
Nokkur orð til bœnda, sérstaklega út um land:
Munið! Látið minnst 16. cm þykkt lag af vel þurru torfi
innan á alla útveggi á íbúðarhúsunum, sem þið látið byggja.
Sparið ekki þurra torfið. Hafið ekki einangrunarlausa stein-
veggi í gripahúsum, sem þið byggið.
Þið, sem þegar hafið byggt reisuleg peningshús, með ein-
földum steinsteypuveggjum, sem eru síblautir strax er kólnar
úti, þið getið gert veggi þessa hlýja og þurra, með því að
láta innan á þá þurrt torf, þar á timburbrak, vírnet og múr.
Til að festa þetta, þarf að bora 6 cm djúpar holur með ca.
1 m millibili með y2 tommu grjótbor. Holurnar þarf að
hreinsa vel, fylla þær svo með múr úr blöndu: 1 steinlím og
1 fínn sandur. Samstundis er svo rekinn 18 mm járnbútur í
botn á holunni. Gætið vel að, að múrinn sé vel þéttur um
járnið. Járn þessi þurfa að vera um 20 cm löng. Þau þurfa að
biða hreyfingarlaus ekki skemur en 3 vikur, svo öruggt sé
að þau verði vel föst. Það er nægilegt, að einangrunarlag
þetta verði í peningshúsunum 10 cm þykkt, torf, timbur-
brak og múr. Þetta þarf undir flestum kringumstæðum ekki
að verða dýrt, eða ekki dýrara en að það margborgar sig.
Hróbjartur Jónasson, Hamri, Hegranesi.