Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 138
BUFRÆÐINGURINN
134
borðum. Miðstöðvarofnar eru íslenzkir plötuofnar. í þakinu
eru rauðar skífur. Meðfram suðurhlið hússins er byggt vermi-
hús, 8.3 X 2 m að stærð. Á að hita það frá miðstöð hússins.
Hér er því um nokkrar nýjungar að ræða í húsagerð, sem
enn er of snemmt að dæma. Þó vil ég láta nokkur orð fylgja
um það, en vel má vera, að reynsla komandi ára sýni annað
en nú er komið í ljós, og mun ég skýra frá því í Búfræð-
jngnum.
Mér virðist vikurinn góður hitaeinangrari. En ekki tel ég
hentugt að nota hann í mílliveggi innanhúss, nema því að-
eins að beðið sé með að mála eða veggfóðra til næsta árs,
því að hann heldur svo lengi í sér raka. En á útveggjum ber
ekki á þessu. Brenniborðin eru álika dýr og gólfdúkur, en
margfalt endingarbetri. Þau eru falleg og auðvelt að halda
þeim hreinum. Plötuofnarnir virðast hita vel. Þakskífurnar
eru álíka dýrar og þakjárn, en þær endast miklu lengur og
þurfa lítið árlegt viðhald, aðeins ef þær brotna. En þær verja
ekki eins vel gegn vatni og þakjárnið, a. m. k. á meðan það
er nýtt. Undir þeim þarf því að vera sérstaklega vandaður
pappi. Ég er enn ekki farinn að reyna vermihúsið, en bíð
þeirrar reynslu með eftirvæntingu. Ég hefi hugsað mér að
setja í það tómata, kál o. fl. tegundir af matjurtum í marz.
Þær fljótvöxnustu ættu að vera komnar í gagn í maí, og upp
frá því ætti að vera hægt að hafa nóg grænmeti allt sumarið
og fram í nóvember eða desember. Þetta væri mjög mikils
virði fyrir hollustu í mataræði. En svo er spurningin um
kostnaðinn við upphitun þann tíma, sem húsið er notað.
Það verður reynslan að sýna. Ég hefi þá trú, að ekki þurfi
mjög mikla aukakyndingu vegna vermihússins, einkum þar
sem því er svo háttað, að það er skilveggur í því miðju og
meira af hitaleiðslum í öðrum helmingi þess.
Hús Hauks stendur i Tungutúnshólnum. Stærð þess er
11 X 7,85 m. Gerð þess er lík og að ofan er lýst, nema að þar
er ekki vermihús við.
Skólinn. f sumar var skólinn allur málaður að innan og
herbergj askipun breytt á efstu hæð og neðstu hæð. Gangur-
inn var lengdur í gegn um „Siberíu" og gerð þar tvö herbergi.