Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 138

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 138
BUFRÆÐINGURINN 134 borðum. Miðstöðvarofnar eru íslenzkir plötuofnar. í þakinu eru rauðar skífur. Meðfram suðurhlið hússins er byggt vermi- hús, 8.3 X 2 m að stærð. Á að hita það frá miðstöð hússins. Hér er því um nokkrar nýjungar að ræða í húsagerð, sem enn er of snemmt að dæma. Þó vil ég láta nokkur orð fylgja um það, en vel má vera, að reynsla komandi ára sýni annað en nú er komið í ljós, og mun ég skýra frá því í Búfræð- jngnum. Mér virðist vikurinn góður hitaeinangrari. En ekki tel ég hentugt að nota hann í mílliveggi innanhúss, nema því að- eins að beðið sé með að mála eða veggfóðra til næsta árs, því að hann heldur svo lengi í sér raka. En á útveggjum ber ekki á þessu. Brenniborðin eru álika dýr og gólfdúkur, en margfalt endingarbetri. Þau eru falleg og auðvelt að halda þeim hreinum. Plötuofnarnir virðast hita vel. Þakskífurnar eru álíka dýrar og þakjárn, en þær endast miklu lengur og þurfa lítið árlegt viðhald, aðeins ef þær brotna. En þær verja ekki eins vel gegn vatni og þakjárnið, a. m. k. á meðan það er nýtt. Undir þeim þarf því að vera sérstaklega vandaður pappi. Ég er enn ekki farinn að reyna vermihúsið, en bíð þeirrar reynslu með eftirvæntingu. Ég hefi hugsað mér að setja í það tómata, kál o. fl. tegundir af matjurtum í marz. Þær fljótvöxnustu ættu að vera komnar í gagn í maí, og upp frá því ætti að vera hægt að hafa nóg grænmeti allt sumarið og fram í nóvember eða desember. Þetta væri mjög mikils virði fyrir hollustu í mataræði. En svo er spurningin um kostnaðinn við upphitun þann tíma, sem húsið er notað. Það verður reynslan að sýna. Ég hefi þá trú, að ekki þurfi mjög mikla aukakyndingu vegna vermihússins, einkum þar sem því er svo háttað, að það er skilveggur í því miðju og meira af hitaleiðslum í öðrum helmingi þess. Hús Hauks stendur i Tungutúnshólnum. Stærð þess er 11 X 7,85 m. Gerð þess er lík og að ofan er lýst, nema að þar er ekki vermihús við. Skólinn. f sumar var skólinn allur málaður að innan og herbergj askipun breytt á efstu hæð og neðstu hæð. Gangur- inn var lengdur í gegn um „Siberíu" og gerð þar tvö herbergi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.