Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 148
144
BUFRÆÐINGURINN
Nr. 1 og 16 í eldri deild og nr. 7 í yngri deild urðu allir að hverfa frá
námi um miðjan vetur sakir lasleika.
Stjórn skólans og kennarar.
Á stjórn skólans og kennslukröftum hafa orðið allmiklar breytingar á
þessum árum.
Jósep J. Björnsson kennari lét af starfi í lok skólaársins 1933—34, en
í hans stað var cand. agr. Björn Símonarson settur kennari frá 1. október
1934 og skipaður kennari 1. júlí 1935. Jósef hefir verið starfsmaður skól-
ans um hálfrar aldar skeiö, og mun enginn íslendingur hafa unnið að
búnaðarmálum í þágu þess opinbera svo lengi. Hann var skólastjóri hér
á fyrstu og erfiðustu árum stofnunarinnar. En Jósef var hinn mesti
atorku- og gáfumaður. Hann var því fær um að vinna bug á erfiðleik-
unum. Kalla má, að stjórn og starfshættir skólans mynduðust að mestu
í höndum Jósefs, og fyrir hans áhrif. Hefir sú byrjun orðið skólanum
hamingjusæl. Kennslustörf sín stundaöi hann alla tíð af hinni mestu
alúð, enda þótti hann ágætur kennari og var ástsæll af nemendum sín-
um. Búfræðingar, héðan frá Hólum, munu því ekki eiga neinum manni
meira að þakka en honum. Fyrir því er skólanum skylt að þakka Jósef
J. Björnssyni fyrir mikið og ágætt starf, er hann hefir unnað hér á
Hólum. Óskar því skólinn honum og frú hans allra heilla.
Steingrímur Steinþórsson skólastjóri starfaði mikinn hluta vetrarins
1934—35 í skipulagsnefnd atvinnumála í Reykjavík. Fékk hann leyfi
ráðuneytisins til þess að láta Gunnlaug kennara Björnsson hafa á hendi
kennslu í sinn stað og Bjöfn Símonarson skólastjórn.
Ragnar B. S. Jóhannesson lét af starfi sem fimleikakennari, en við
tók Páll Sigurösson frá Lundi. Kenndi hann leikfimi veturna 1934—1935
og 1935—1936. Haustið 1936 fór hann á íþróttaskólann á Laugarvatni og
var þá Kári Jónasson, Siglufirði, ráðinn fimleikakennari skólaárið
1936—1937.
í lok skólaársins 1934—1935 lét Steingrímur Steinþórsson af skóla-
stjórn, en við tók Kristján Karlsson. Skólinn þakkar Steingrími fyrir
stjórn hans og margar ágætar umbætur, er hann fékk hrundið í fram-
kvæmd hér á staðnum. Skólinn óskar Steingrími og frú hans til ham-
ingju við hið nýja starf.
Eftirtaldir kennarar hafa kennt við skólann þessi ár auk þeirra, sem
að framan eru taldir:
Vigfús Helgason,
Gunnlaugur Björnsson,
Skúli Jóhannsson kenndi trésmiðar,
Hermann Sveinsson kenndi járnsmíðar,
Friðbjörn Traustason kenndi söng,
Frú Theodóra Sigurðardóttir kenndi handavinnu í unglingadeild vet-
urinn 1934—1935.