Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 72

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 72
Isplflíffk'” SP*:3í;írá -..'J Mannauðurinn - reynsla og þekking starfsmanna - er óumdeilanlega lykillinn að verðmœtasköpun og vextifyrirtœkja. FV-mynd: Geir Olafsson Lykillinn er... „Starfsfólkið er uppspretta sam- keppnisyfirburða fyrirtækja og stofnana. Það er viðurkennd stað- reynd í dag að rótin að árangri liggur í því að ná því besta út úr starfsfólkinu.“ Jeffrey Pfeffer (1994) Síðustu tvo áratugi tuttugustu aldarinnar og nú við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar hefur kastljósið í æ ríkara mæli beinst að starfsfólkinu sem mikilvægri auðlind fyrirtækja og stofnana í hinum harða heimi samkeppni og sí- felldra breytinga. Frelsi í viðskiptum eykst stöðugt og alþjóðavæðing því samfara og tækniframfarir verða sem jafnvel mætti nefna tæknibyltingu - einkum á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Breytingar hafa einnig orðið í ríkisrekstri í þeim tilgangi að auka svigrúm og sjálfstæði opinberra stofnana og ríkiseinok- un hefur veríð afnumin á sumum sviðum. Aherslan er á ný- sköpun, hæfni, stöðuga þekkingaröflun, gæði og þjónustu. Því er haldið fram og stutt rannsóknum fræðimanna og ann- arra rannsakenda, að lykillinn að aðlögunarhæfni, vexti og samkeppnisyfirburðum í þessu nýja rekstrarumhverfi sé starfsfólkið og nýjar leiðir og áherslur við stjórnun þess. Mannauður er tiskuorðið í dag Nýtt hugtak, mannauður, spratt fram á svið stjórnunarfræðanna á síðari hluta níunda og í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Það tók þó allt upp í tíu ár fyrir hugtakið að komast almennilega í tísku og ýta til hliðar hugtakinu vinnuafl sem fram að því var notað til að vísa til starfsfólksins á vinnustað. Agæt skilgreining á mannauði hefur verið sett fram af Jay B. Barney (1995): „Mannauður (human resource) er öll sú reynsla, þekking, dómgreind og áhættuvilji, ásamt persónulegum eig- inleikum, sem starfsfólk fyrirtækja býr yfir.“ Mannauðurinn er óumdeilanlega lykillinn að verðmæta- sköpun og vexti samkvæmt þessari skilgreiningu, einkum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði hátækni, þekkingarsköpun- ar og þjónustu. Þekking og reynsla sem starfsfólkið býr yfir og persónulegir eiginleikar þess og færni eru sjálf „fram- leiðsluvaran". Þegar starfsfólkið hverfur úr fyrirtækinu í lok vinnudags er lítið eftir. „Eignir“ þessara fyrirtækja eru að stórum hluta óáþreifanlegar og geta horfið á braut fyrirvara- lítið, jafnvel til keppinautanna. Það hlýtur því að vera markmið stjórnenda að afla, varð- veita og þróa þessa auðlind og hámarka nýtingu hennar. Segja má að velgengni fyrirtækja og stofnana sé komin undir því að þau hafi á að skipa góðu og hæfileikaríku starfsfólki, geti haldið því ánægðu og tryggu fyrirtækinu með markvissri og árangursríkri starfsmannastjórnun (human resource management). Eru starfcmenn vinnuafl eba mann- audur? Inga Jóna Jónsdóttir stjórnunar- rábgjafi segir að ein helsta ögrunin sem stjórnendur standi frammi fyrirsé að laða að hæfileikaríkt starfyfólk og halda íþað. „Þegar starfyfólkið hverfur úr fyrirtækinu í lok vinnudags erlítið eftir.“ Effir Ingu Jónu Jónsdóttur 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.