Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.03.2001, Qupperneq 72
Isplflíffk'” SP*:3í;írá -..'J Mannauðurinn - reynsla og þekking starfsmanna - er óumdeilanlega lykillinn að verðmœtasköpun og vextifyrirtœkja. FV-mynd: Geir Olafsson Lykillinn er... „Starfsfólkið er uppspretta sam- keppnisyfirburða fyrirtækja og stofnana. Það er viðurkennd stað- reynd í dag að rótin að árangri liggur í því að ná því besta út úr starfsfólkinu.“ Jeffrey Pfeffer (1994) Síðustu tvo áratugi tuttugustu aldarinnar og nú við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar hefur kastljósið í æ ríkara mæli beinst að starfsfólkinu sem mikilvægri auðlind fyrirtækja og stofnana í hinum harða heimi samkeppni og sí- felldra breytinga. Frelsi í viðskiptum eykst stöðugt og alþjóðavæðing því samfara og tækniframfarir verða sem jafnvel mætti nefna tæknibyltingu - einkum á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Breytingar hafa einnig orðið í ríkisrekstri í þeim tilgangi að auka svigrúm og sjálfstæði opinberra stofnana og ríkiseinok- un hefur veríð afnumin á sumum sviðum. Aherslan er á ný- sköpun, hæfni, stöðuga þekkingaröflun, gæði og þjónustu. Því er haldið fram og stutt rannsóknum fræðimanna og ann- arra rannsakenda, að lykillinn að aðlögunarhæfni, vexti og samkeppnisyfirburðum í þessu nýja rekstrarumhverfi sé starfsfólkið og nýjar leiðir og áherslur við stjórnun þess. Mannauður er tiskuorðið í dag Nýtt hugtak, mannauður, spratt fram á svið stjórnunarfræðanna á síðari hluta níunda og í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Það tók þó allt upp í tíu ár fyrir hugtakið að komast almennilega í tísku og ýta til hliðar hugtakinu vinnuafl sem fram að því var notað til að vísa til starfsfólksins á vinnustað. Agæt skilgreining á mannauði hefur verið sett fram af Jay B. Barney (1995): „Mannauður (human resource) er öll sú reynsla, þekking, dómgreind og áhættuvilji, ásamt persónulegum eig- inleikum, sem starfsfólk fyrirtækja býr yfir.“ Mannauðurinn er óumdeilanlega lykillinn að verðmæta- sköpun og vexti samkvæmt þessari skilgreiningu, einkum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði hátækni, þekkingarsköpun- ar og þjónustu. Þekking og reynsla sem starfsfólkið býr yfir og persónulegir eiginleikar þess og færni eru sjálf „fram- leiðsluvaran". Þegar starfsfólkið hverfur úr fyrirtækinu í lok vinnudags er lítið eftir. „Eignir“ þessara fyrirtækja eru að stórum hluta óáþreifanlegar og geta horfið á braut fyrirvara- lítið, jafnvel til keppinautanna. Það hlýtur því að vera markmið stjórnenda að afla, varð- veita og þróa þessa auðlind og hámarka nýtingu hennar. Segja má að velgengni fyrirtækja og stofnana sé komin undir því að þau hafi á að skipa góðu og hæfileikaríku starfsfólki, geti haldið því ánægðu og tryggu fyrirtækinu með markvissri og árangursríkri starfsmannastjórnun (human resource management). Eru starfcmenn vinnuafl eba mann- audur? Inga Jóna Jónsdóttir stjórnunar- rábgjafi segir að ein helsta ögrunin sem stjórnendur standi frammi fyrirsé að laða að hæfileikaríkt starfyfólk og halda íþað. „Þegar starfyfólkið hverfur úr fyrirtækinu í lok vinnudags erlítið eftir.“ Effir Ingu Jónu Jónsdóttur 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.