Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 21

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 21
FORSÍÐUGREIN FJÖLIVIIDLAR LENTIR í REGNTÍMflBILI festingarsjóðurinn, á verulegar hlutabréfaeignir, eins og í ís- landsbanka, Gildingu og ýmsum öðrum fyrirtækjum. Eftir því sem næst verður komist hefur auglýsingasala DV dregist sam- an um 10% á árinu. Fari svo að það verði niðurstaðan íýrir allt árið jafngildir það um 50 milljóna króna tekjumissi á árinu, en Frjáls verslun metur að auglýsingatekjur DV hafi verið rúmar 500 milljónir á síðasta ári. Um sex manns hafa hætt á ritstjórn DV á árinu sem teljast verður fremur lítið þegar haft er í huga að DV og Dagur sameinuðust snemma á árinu. Haft er fýrir víst að síðustu tveir mánuðir hafi verið yfir væntingum í sölu auglýsinga á DV, hversu var- færar sem þær áætlanir kunna að hafa verið. DV hefur ævinlega byggt mikið á smáaauglýsingasölu og sjaldan fengið ríflegan skerf af ímyndar- og herferðaauglýsingum, líkt og Morgunblaðið. Heilsíðuaug- lýsingar í DV hafa oftar en ekki bor- ið keim af svonefiidum „harðsöluauglýsingum". Það má halda því fram að þegar menn eyða núna minna fé í dýrar ímyndar- auglýsingar komi það frekar niður á Morgunblaðinu og sjón- varpsstöðvunum þar sem skerfur DV hefur ekki verið svo stór á þessum markaði fýrir. En vissulega munar um alla bita. Hvort frekari breytingar verða á eignarhlut ijárfestingarhóps- ins undir forystu Ola Björns Kárasonar í DV í þá veru að hóp- urinn eignist allt blaðið skal ekkert fullyrt - margir eru þó trú- aðir á að svo verði; að þessi ijárfestingarhópur sé kominn til að vera og þenjast út. Þótt Fijáls fjölmiðlun standi bæði að DV og Fréttablaðinu eru þessi blöð í mikilli samkeppni innbyrðis og heyja hart stríð á auglýsingamarkaðnum. Þær auglýsingar sem birtast í Fréttablaðinu eru í eðli sínu meira í takt við þær auglýsingar sem DV hefur verið að fá hingað til og því er það almennt mat manna á ijölmiðlamarkaðnum að Fréttablaðið taki frekar auglýsingar frá DV en Morgunblaðinu. Framtíð Frétta- blaðsins þykir almennt nokkuð óljós; flestir telja að útgáfan gangi ekki upp til lengdar, til þess hafi blaðið ekki fengið nægi- legan skerf af auglýsingum. Blaðið fer inn á öll heimili á höfuð- borgarsvæðinu á morgnana og sýnist dreifing þess hafa geng- ið upp þrátt fyrir hrakspár ýmissa þegar það hóf göngu sína. Ymsir velta því raunar fyrir sér hvort framundan verði meiri samvinna á milli DV og Fréttablaðsins, en núna er utn tvö að- skilin batterí að ræða. í upphafi var rætt um að Frjáls ijölmiðl- un ætlaði sér ekki að verða meirihlutaeigandi að Fréttablaðinu þegar til lengdar léti og að þar ættu að koma inn nýir eigendur. Enn hafa hins vegar engar fréttir borist um nýja flárfesta að blaðinu. Þótt margir séu vantrúaðir á framtíð Fréttablaðsins fer vel á því að gefa Fréttablaðinu frekara svigrúm til að sanna sig og leyfa þvi sjálfu að láta verkin tala. RÚV stígur á bensíngjöfina Ekki þarf að ijölyrða um Ríkisút- varpið á fjölmiðlamarkaðnum. Áskrift að því er skylduáskrift sem allir eigendur sjónvarpstækja verða að greiða. Þetta er íjöl- miðill sem er afar sterkur, hefur mikið áhorf og mikla hlustun. Þannig hefur RUV oftast komið vel út í áhorfskönnunum. Full- yrt er að sala á sjónvarpsauglýsingum hjá RUV hafi dregist saman um 18% það sem af er árinu en að sala útvarpsauglýs- inga hafi staðið í stað. Um framtíð RÚV er það eitt að segja að sífellt fleiri eru á þeirri skoðun að samkeppnisstaða þess gagn- vart öðrum ijölmiðlum sé mjög ójöfn. Það verður t.d. að segj- ast eins og er að samkeppnisstaða einkareknu ljósvakamiðl- anna tveggja, Norðurljósa og Islenska sjónvarpsfélagsins, er skelfileg gagnvart RUV. Fram eru komnar vangaveltur um að setja RUV inn á ijárlög, eða að leggja á sérstakan nefskatt - jafn- an skatt á alla landsmenn - til að halda stofnuninni uppi. Með þeirri aðferð fengju eigendur sjónvarpstækja ekki lengur gíró- seðil sendan heim til sín frá RÚV (en héldu vissulega áfram að greiða rekstur RUV). Ef RÚV færi inn á fjárlög myndi rekstur stofnunarinnar fara inn í alla útgjaldahít ríkisins. Æ fleiri mark- aðs- og samkeppnissinnar hallast að þeirri skoðun að það sé til þess vinnandi fyrir samkeppnina og fjölmiðlana í landinu að setja RÚV inn á fjárlög og jafnvel kippa stofnuninni út af auglýs- ingamarkaðnum líka. I því gæti raunar falist að hún yrði eyðilögð þar sem hún hefur vissu hlutverki að gegna gagnvart viðskiptalífinu um að koma skilaboðum þeirra í formi auglýs- inga til skila sem öflugur miðill. Besta lausnin væri líklegast að selja RÚV og láta einkaaðila sjá um reksturinn. En á meðan menn velta vöngum yfir framtíð RÚV er fullyrt að RÚV hafi undanfarnar vikur stigið hressilega á bensíngjöfina í auglýs- ingasölu og bjóði auglýsingasamninga á betri kjörum en áður. Fróði Fróði er langstærstur á tímaritamarkaðnum og eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þar á bæ merkja menn að verulega þyngra er orðið undir fæti í augfysingasölu en vonir eru bundnar við að augfysingatekjur verði samt ekki miklu lak- ari en á síðasta ári vegna þess að verð auglýsinga var hækkað aðeins um síðustu áramót. Þá er lausasala á tímaritum Fróða sögð hafa aukist frá því á síðasta ári. Ekki tómt bunglyndi í stuttu máli má segja að þótt fjölmiðl- arnir séu gengnir inn í regntímabil í auglýsingasölu þá er vart hægt að segja að ástandið einkennist af þunglyndi, eins og stundum vill verða í látlausri rigningu. Það verða alltaf skin og skúrir í útgáfu fjölmiðla eins og öðrum starfsgreinum. 03 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.