Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 42
Starfsfólk No Name ásamt aðstoðarmönnum. Efri röð frá vinstri: Atli Már Hafsteinsson Ijósmyndari, Laufey Sigurðardóttir, Embla Sigurgeirs-
dóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Jóhanna Jóhannesdóttir. I miðröð: Sigríður Guðsteinsdóttir, Birta Björnsdóttir, Kristín Agústsdóttir, Kristín Stefáns-
dóttir ogArnar Tómasson hárgreiðslumeistari. Fremst er Esther Jóhannsdóttir. Mynd: Ur einkasafni.
Kristín fer reglulega til Noregs til að kynna línuna, halda
námskeið og kenna á vörurnar og segir hún að kaupgeta sé
gífurleg í Noregi. Til marks um það nefnir hún að meðan ís-
lenskar konur eyði að meðaltali 4.000 krónum í snyrtivörur í
hvert sinn eyði norskar konur fyrir 20-25 þúsund krónur án
þess að blikna.
Fer inn á persónulegu nótunum Kristín er einnig farin að
vinna í því að koma No Name snyrtivörunum á framfæri á
Þýskalandsmarkaði í samvinnu við Olaf Stephensen mark-
aðsráðgjafa. Þetta er stór markaður, telur um 80 milljónir
manna, og segir Kristín vinnuna ganga hægt því að markað-
urinn sé svo lokaður, Þjóðverjar íhaldssamir og ekki eins opn-
ir fyrir nýjungum og Norðmennirnir þó að þeir fylgist vel
með. Hún segir að Þjóðverjar taki enga áhættu í viðskiptum
og vilji kynna sér málin mjög vel áður en þeir taki ákvörðun.
Nýtt fólk þurfi því heldur betur að sanna sig áður en vörurn-
ar komist inn á markaðinn.
„Maður kemst ekki beint inn heldur verður maður að fara
í gegnum samsteypu því að það er nokkurs konar kaupfélags-
bragur á þessu í Þýskalandi. Ef maður kemst inn í samsteypu
þá er manni borgið, varan er komin í 200-300 verslanir og
maður getur einbeitt sér að því að halda sér inni á markaðin-
um. En maður getur líka farið bakdyraleið inn á markaðinn,
stofnað sína eigin verslun eða sett upp afgreiðslueiningu inni
í stórverslun. Þannig getur maður sýnt að varan eigi erindi
inn á markaðinn og gangi vel og í framhaldi af því kemst mað-
ur kannski inn í samsteypu," segir Kristín.
Fyrirspurnir frá Noregi og Svíþjóð
„Varan fékk góðar viðtökur hér heima og þegar hún var búin að festa sig á markaðinum vaknaði sú
hugmynd hjá mér að komast utan með hana. Ég hafði fengið fyrirspurnir bæði frá Noregi og Svíþjóð og
fór að vinna í því að koma henni til útflutnings,“ segir Kristín.
Heildarlausnir i tölvu- & tæknibunaói ]
HT&T ehf. Sætún 8, 125 Reykjavík
Sími 569 1400, Fax 569 1554, www.htt.is
42