Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 38

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 38
Guðjón Auðunsson, framkvœmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar. „ Við sjáum sífellt meira afvikuferðum en það er hins vegar algengt að sama fólkið komi aftur og fari þá í helgarferðir til Dublin eða aðrar stuttar haustferðir. “ Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Sólar: „Hjá okkur hefur eftirspurn verið mikil í allt sumar og flestar ferðir uþþseldar. “ þriggja áður og mjög margir okkar farþega eru að fara tvisvar til þrisvar á ári. Fara í stutta vorferð, sumarleyfi og svo jafnvel borgarferð að hausti eða vetri. Ferðamynstur fólks er þannig allt annað en það var fyrir 10 árum. Við fmnum hvernig fríin liggja og ferðir í byrjun júní og þær sem hafa heimferð í lok ágúst seljast strax og þannig merkjum við áhrif skólanna." Einbeitum Oldtur að leiguflugi Andri segist telja að ástæð- urnar fyrir því að svo vel gekk í sumar þrátt fyrir gengislækk- un sé að mestu að leita í því að heimavinnan hafi verið unnin. „Við erum ekki að berja okkur á bijóst í fjölmiðlum heldur búum við til þær ferðir sem við teljum að farþegum okkar hugnist og ég vona að okkur takist það. Við erum alla jafna með besta verðið og það er sú verðstefna sem við ætlum að halda áfram. Það hefur þó ekkert með ferðirnar að gera held- ur erum við að verða stærsta ferðaskrifstofan hér á landi í Ferðamáti íslendinga Ferðamáti Islendinga er að breytast. Núna eru ferðirnar fleiri en styttri. Það færist t.d. mjög í aukana að hjón fari út tvisvar til þrisvar á ári. Flest hjón fara núna í viku til tveggja vikna sólarlandaferðir, en áður voru þriggja vikna ferðir vinsælar. Mjög algengt er að hjón, sem verið hafa á sólarströnd með börnum sínum jrfir sumarið, fari án barna í borgarferðir á haust- og vormánuðum. Enn frem- ur færist í vöxt að hjón fari í nokk- urra daga golfferð á haustin eða á vorin, en margar spennandi golf- ferðir eru í boði og golf nýtur orð- ið mikilla vinsælda sem íþrótt og afþreying. Styttra sumarfrí barna frá skólum hafði áhrif á sl. sumri en búist er við að áhrifanna gæti þó fyrst fyrir alvöru næsta sum- ar þegar skólafríið styttist enn frekar og börn verða nokkuð . .. fram í júní í skólanum og hefja um hafa fœrst mjóg í vöxt. nám fyrr , ^gúgt. gjj leiguflugi og við einbeitum okkur að þeim þætti starfsem- innar. Við kunnum það best og það gerir að verkum að við getum boðið lægra verð en aðrir á sambærilegum ferðum. Gott verð er hins vegar ekki það eina sem skiptir máli, gæðin verða að vera mikil til að hægt sé að byggja upp traustan viðskiptavinahóp, og stór hluti af árangri okkar í ár er uppskera undanfarinna ára hvað þetta varðar. Við stefnum stöðugt að því að gera betur. Því er þó ekki að neita að árið hefur verið erfitt og samkeppnin hörð. En við erum að skila góðum hagnaði og það erum við sáttir við, öðruvísi verða sterk fyrirtæki í ferðaþjónustu ekki byggð upp,“ segir Andri að lokum. Flestar ferðir uppseldar „Fólk er aldeilis ekki hætt að fara í sólarlandaferðir. Hjá okkur hefur eftirspurn verið mikil í allt sumar og flestar ferðir uppseldar,“ segir Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Sólar, sem tók til starfa í febrúar sl. „Við erum ný á þessum markaði og höfum því ekki samanburð við fyrri ár, en sala okkar það sem af er árinu og viðtökur farþega okkar á Kýpur og Portúgal eru framar björtustu vonum. Sól fékk mjög góðar móttökur í upp- hafi og mikið var bókað strax á upphafsvikunum. Nokkuð dró úr bókunum meðan gengissigið og sjómannaverkfallið gengu yfir. En þegar fór að líða á vorið og sumarið má segja að full- bókað hafi verið í hveija ferð og færri komist að en vildu. Gengislækkunin kom okkur jafnmikið á óvart og öðrum í þjóðfélaginu og tókst okkur ekki að koma henni inn í verðið, enda margir búnir að bóka og borga sínar ferðir þegar þetta helltist yfir.“ Samkeppnin hörð „Við vorum ákaflega heppin með okkar áfangastaði, þ.e. Kýpur og Portúgal og náðum samningum við eitt glæsilegasta íbúðahótel í Portúgal, Paradiso de Albufeira, og það er einfaldlega að skila sér með ánægðum farþegum," segir Ómar. „Þá hefur ævintýraeyjan Kýpur alveg slegið í gegn hjá Islendingum. Við höfum auðvitað tekið þátt í þeirri hörðu verðsamkeppni sem er í gangi og kappkostum að bjóða góða þjónustu á hagstæðu verði. Ferðaskrifstofan Sól flýgur með viðurkenndum erlendum flugfélögum þar sem Flugleiðir höfðu ekki áhuga á að starfa með okkur af einhverjum ástæðum. Við leggjum áherslu á að nota eingöngu góðar og nýlegar flugvélar frá flugfélögum sem hafa fengið viðurkenn- ingar fyrir stundvísi og góða þjónustu,“ segir Ómar. SO

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.