Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 27

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 27
Frá Heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi. Exton-Kastljós sá um að sýningartæknin væri í lagi í íslandsskálanum. Sýningar „Við sáum m.a. um allan Ijósa- og sýningarbúnaó í skála fslands á Heimssýn- ingunni í Hannover og einnig í Portúgal. Par tókum við þátt í skipulaginu frá upp- hafi, ákváðum sýningartæknina, útveguð- um allar tölvur og búnað og sáum um hann þá mánuði sem sýningarnar stóðu. Hér heima höfum við séð um stórar útihátíðir eins og Eldborg og Uxann, að ógleymdri Kristnitökuhátíðinni, og einnig stóra tón- leika á borð við Rammstein og Coldplay," segir Kristján.„Við höfum einnig séð um Ijósa-, hljóð- og myndbúnað á fjölda sýn- inga, t.d. sjávarútvegssýningunni, heimil- issýningum, bílasýningum og margt fleira. Varðandi búnað í nýjar byggingar má t.d. nefna sölu og uppsetningu á stórum hluta Ijósastýringa í nýju verslunarmiðstöðina í Smáralind og fjölmörg önnur verkefni á því sviði, sem við vinnum oftast í náinni sam- vinnu við verkfræði- og arkitektastofur." Útleigan Exton - Kastljós leigir út tölvumyndvarpa af öllum stærðum og gerðum, allan bún- að varðandi ráðstefnur, símafundi, túlka- kerfi og margt fleira. Til dæmis má nefna að oft er leigður út búnaður sem notaður er t.d. í brúðkaupsveislum og venjulegum afmælisveislum og er þannig hægt að segja að fyrirtækið geti leyst öll verkefni á þessu sviði, stór og smá.Œl Uppfærslan á Baldri. Par reyndi mikið á starfsmenn ng búnað frá Exton-Kastljnsum. Frá Kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum í fyrrasumar. Mikil hátíð þar sem Exton-Kastljns sá um Ijósa- og hljóðbúnað. liUHmiMIIMUIIiM 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.