Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 37
SflLfl fl SÓLflRLflNDflFERÐUM Andri Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að ástæðan fyrir því að svo vel gekk í sumar hjá fyrirtækinu þrátt fyrir gengislækkun sé að mestu sú að heimavinnan hafi verið unnin. siök arðsemi „Reksturinn hjá okkur er þannig saman sett- ur að stærri hluti fyrirtækisins hefur með ferðir frá íslandi að gera og það segir sig sjálft að þróun gengis undanfarið hefur haft áhrif þar á,“ segir Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar. „Við tókum ákvörðun um að minnka sætaframboð okkar á þessu ári miðað við síðasta ár og væntingar okkar um farþegaijölda eru að ganga eftir mið- að við þær áætlanir. Það er útlit íýrir að við verðum með hærri tekjur hvað varðar erlendu starfsemina heldur en við áætluð- um eftir sumarið og okkur líður ágætlega með það. Á móti kemur svo að beinn kostnaður við ferðir er hærri vegna gengisþróunar, en í heildina erum við sátt hvað varðar ijölda farþega í ferðum okkar og starfsemin í sumar hefur gengið vel. Hins vegar held ég að það sé sammerkt með öllum þeim sem á þessum markaði eru að þeir vildu sjá hærra verð á ferð- unum almennt og samkeppnin er mjög hörð.“ Fleiri krónum eytt „Mín tilfinning er sú að arðsemi í þessari atvinnugrein hafi verið og sé almennt slök. Ferðaskrifstofur hafa komið og farið undanfarin ár. Menn bera sig vel á með- an þolinmæði ijárfesta og viðskiptabanka er til staðar. Síðan hverfa menn oft jafnfljótt og þeir komu. Samvinnuferðir-Land- sýn eru á Verðbréfaþinginu og verða að segja skilmerkilega frá sínum tölum. Félagið hefur verið í þessum rekstri í yfir 20 ár og lifað margar sveiflur á ferðamarkaði," heldur hann áfram. Áhrifin af gengisþróuninni á starf ferðaskrifstofunnar eru margþætt að sögn Guðjóns. „I fyrsta lagi hefur hún áhrif á uppreikning erlendra lána í rekstrinum. I öðru lagi kaupum við mikið af vörum og þjónustu í erlendri mynt en þurfum að greiða í íslenskum krónum. Síðast en ekki síst hefur þessi þróun gengisins bein áhrif á viðskiptavininn sem sér að hann er að eyða „fleiri" krónum í útlöndum í hvert skipti sem hann kaupir sér mat, þjónustu og hvað annað sem er. Kostnaðarvit- und Islendinga hefur tekið miklum framförum á undanförn- um árum þar sem verðbólgan hefur verið til friðs. Hins vegar virðist sem gengisþróunin undanfarið sé að nokkru leyti að færast til baka og það er vel.“ Guðjón segir að áhrifin af nei- kvæðri gengisþróun hjá Samvinnuferðum-Landsýn sé að nokkru leyti unnin til baka í innlendri starfsemi félagsins, en talsverður ijöldi erlendra ferðamanna sæki ísland heim á þeirra vegum. Styttri ferðir Á sama hátt og hinar ferðaskrifstofurnar seg- ir Guðjón að Samvinnuferðir-Landsýn hafi og séu að aðlaga sig að þeim breytingum sem eru að verða á skólakerfinu og þar með sumarleyfistíma landsmanna. „Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn er þekkt lyrir að hlusta á markaðinn og laga þjónustuframboð sitt að þörfum hans,“ segir hann. „Hér áður iyrr var það algengt að fólk færi í þriggja vikna ferðir en nú stendur valið gjarnan á milli vikuferðar og tveggja vikna ferðar. Við sjáum sífellt meira af vikuferðum en það er hins vegar algengt að sama fólkið komi aftur og fari þá í helgarferðir til Dublin eða aðrar stuttar haustferðir. Þannig nýtist sumarfríið vel og einnig aukafrí sem gefast að hausti eða vetri.“ Talsverð aukning „Við jukum sætai'ramboð okkar um 30% frá síðasta ári,“ segir Andri Ingólfsson hjá Heimsferðum þeg- ar hann er spurður út í það hvernig reksturinn hafi gengið í sumar. „Eg held að við höfum verið eina ferðaskrifstofan sem það gerði og nú, þegar sex mánaða uppgjör okkar var gert kom i ljós að við vorum með 40% aukningu á milli ára. Við erum þannig mjög sátt við sumarið og árið í heild. Auðvitað hefur gengislækkunin áhrif og veldur ákveðnum óþægind- um, ekki síst fyrir farþega okkar, en fólk skilur vel út á hvað þetta gengur og það eru undantekningartilfelli sem það gera ekki. Einhverjar ferðaskrifstofur fóru þá leiðina að bjóða fólki að gera upp ferðir sínar alveg fram í miðjan maí án gengis- hækkana, en það er bara verið að fresta vandanum með þeim hætti og þetta virtist ekki hafa áhrif á okkur. Við höfum ekki greint sérstaklega áhrif Sólar þar sem þeir eru að fljúga til annarra áfangastaða en við, en vissulega er þetta allt partur af sömu kökunni og það eru aðeins svo og svo margir Islending- ar sem fara til útlanda á ári og aðeins spurning um það með hverjum þeir kjósa að ferðast. Það stekkur hins vegar enginn inn á þennan markað eins og þeir ætluðu að gera, það tekur mörg ár að byggja upp viðskiptavild." Sumarleyfi og borgarferð „Undanfarin sex ár hafa sumar- leyfi Islendinga verið að breytast og við höfum fundið til þeirrar breytingar í auknum mæli ár eftir ár. Breytingin er iyrst og fremst fólgin í því að fólk er að fara í tvær vikur í stað 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.