Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 33
STJÓRNUN RflÐNING FORSTJÓRfl ða rangan stjórnanda! Látið hann taka próf Samkvæmt rannsóknum eru vissar tegundir prófa, þ.e. áreiðanleg og réttmæt hæfnis- og persónu- leikapróf, mun Ifklegri til að spá fyrir um árangur heldur en meðmæli og hefðbundin viðtöl. bundnum viðtölum er átt við viðtöl sem ekki eru stöðluð en um leið og viðtal hefur verið staðlað eykst forspárgildi þess mikið. Jafnframt er hægt að lesa úr myndinni að skriftarrýni eða rithandarsýnishorn sem Frakkar studdust lengi við hefur ekkert forspárgildi. Að sama skapi má leiða líkur að því að „grænt ljós“ frá kunningja hafi lítið sem ekkert forspárgildi um árangur í starfi. Hæfnispróf sem hafa forspárgildi 0,5 geta verið af ýmsum toga, t.d. þegar verið er að kanna tungumálakunnáttu, talna- gleggni eða tölvukunnáttu. Það að segjast vera góður í ensku og hafa búið erlendis i t.d. fjögur ár þýðir ekki endilega að viðkomandi einstaklingur hafi góða færni í málinu. Myndin sýnir að hæfnismiðstöð (Assessment Center) hefur mesta forspárgildið af þeim aðferðum sem í boði eru. I stuttu máli má segja að um verkleg próf sé að ræða. Einstaklingar sem koma til greina í starfið eru látnir leysa „raunveruleg“ verk- efni t.d. greina verkefni/vandamál og skila frá sér tillögum, koma að lausn mannlegra vandamála og ýmiss konar hóp- vinnu. Framgangur þeirra er síðan metinn af fulltrúum við- komandi fyrirtækis og þeim sérfræðingum sem bjóða upp á þjónustuna. Þessi aðferð er einna helst notuð í stjórnenda- ráðningum, enda er hún tímafrek og kostnaðarsöm. Til að auka líkur á að „réttur" einstaklingur verði ráðinn í starf er oftast stuðst við fleiri en eitt „tæki“ í ráðningarferlinu, t.d. staðlað viðtal og persónuleikapróf. Rétt er þó að benda á að engin aðferð er til sem hefur 100% forspárgildi. Því miður eru engar sambærilegar rannsóknir til fyrir Island um forspár- gildi sambærilegra kannana en engin ástæða er til að ætla að útkoman yrði önnur. Hvernig stjórnanda er leitað að? Til að geta fundið það sem leitað er að er nauðsynlegt að vita að hverju er leitað! Það að einstaklingur geti sinnt einu starfi vel þýðir ekki að hann sé sá rétti í eitthvert annað starf. Gott dæmi er ráðning Ivester sem var fjármálastjóri hjá Coke og hægri hönd forstjórans, Goizueta. Þegar Goizueta lést var Ivester látinn taka við. Hann var snillingur með tölur og allt þeim tengdum en var einfaldlega ekki maður fólksins. Hann leyfði ekki öðrum að taka þátt í stórum ákvörðunum, gleymdi sér í smáatriðum og sá ekki heildarmyndina. Þannig má ætla að ef stjórn Coke hefði kynnt sér betur hvernig starfsmönnum þætti hann sem leiðtogi og notað faglegri aðferðir við valið hefði ráðningin ekki átt sér stað.2 Hve líklegar eru eftirfarandi aðferðir til að spá fyrir um frammistöðu í starfi 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 ■FULLKOMIN SPÁ (PERFECT PREDICTION) Hæfnismiöstöð (Assessment Center) Tests) rVinnusýnishorn (Work Samples Tests) ^Hæfnispróf (Ability Tests) /Hæfnismiðstöð (frammistaða) '-(Assessment Center performance) .. Persónuleikapróf (Personality Tests, combination) Lífeðlislegar mælingar (Bio Data) ” Staðlað viðtal (Structured Interview) 0,2 0,1 0,0 -0,1 Hefðbundið viðtal (Typical Interview) Meðmæli (References) rStjörnuspeki (Astrology) Skrifrýni (Graphology Lslempispá (CHANCE PREDICTION) Hér má sjá hversu líklegar þessar aðferðir eru til að spá fyrir um frammistöðu forstjóra í starfi? Það kemur á óvart hve vægi hefðbund- inna viðtala og meðmæla er lítið. Hvernig er „rétti“ stjórnandinn fundinn? Flóknara samfélag kallar á vandaðri og faglegri aðferðir við ráðningu stjórnenda. Ráðningaraðilinn (sá sem ræður) ætti því að vera meðvitaður um eftirfarandi sex atriði: 1. Stjórn fyrirtækis þarf að komast að sameiginlegri niður- stöðu um hvað það er sem greinir góðan leiðtoga frá öðrum. Hvernig stjórnanda er leitað að? Mikilvægt er í byrjun að gerð sé ítarleg starfsgreining sem hefur að geyma helstu verkefni og eiginleika sem starfið krefst. Flestar starfs- greiningar fela í sér góða lýsingu á því hversu mikilvægt leiðtogahlutverkið er. Stjórnin ætti að komast að sam- eiginlegri skilgreiningu á eiginleikum og bakgrunni þess leiðtoga sem ætlað er að henti fyrirtækinu best. 2. Stjórnandinn þarf að yfirstíga „pólitískar“ hindranir. Það er ekki öllum gefið að leiða hóp af fólki með mismun- andi markmið og ná góðum árangri. Stjórnarmeðlimir vilja ráða stjórnanda sem getur fengið alla til að setjast á sama vagninn og vinna að sameiginlegum markmiðum. „Grænt ljós“ frá kunningja hefur ekkert að segja Jafnframt er hægt að lesa úr myndinni að skriftarrýni eða rithandarsýnishorn sem Frakkar studdust lengi við hefur ekkert forspárgildi. Að sama skapi má leiða líkur að því að „grænt ljós“ frá kunningja hafi lítið sem ekkert forspárgildi um árangur í starfi. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.