Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 61
BÚNAÐARBANKINN í LÚXEMBORG að kynna öflugnstu íslensku fyrirtækin á erlendum flármála- markaði og breikka þannig flármögnunargrundvöll þeirra." Hlutafé hins nýja banka er 18 milljónir evra eða rúmir 1,6 milljarðar íslenskra króna. Þegar hafa 14 milljónir evra verið inn- borgaðar. Starfsmenn hans eru 21 af sex þjóðernum; flestir eru frá Danmörku og Islandi, en aðrir eiga ættir sínar að rekja til Lúxemborgar, Belgíu, Irlands og Júgóslavíu. Þess má geta að enska er hið opinbera mál innan bankans þótt auðvitað sé töluð íslenska við viðskiptavini frá Islandi. Bankinn er á afar góðum stað í Lúxemborg, í fremur látlausu og notalegu húsnæði við Route de Thionville, spölkorn frá miðbænum. Meginviðfangsefni bankans er að bjóða upp á sérbankaþjón- ustu, en hún felst í yfirgripsmikilli íjármálaþjónustu við einstak- linga. Segja má að haldið sé utan um íjármál einstaklinga og þeim veitt stöðug ráðgjöf varðandi fjárfestingar, skattamál, lífeyr- ismál, erfðamál og hvað annað sem tengist ijármálum þeirra. Þá mun bankinn stunda lánastarfsemi og starfsemi á verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum. Starfsmenn með reynslu og viðskiptatengsl „Við höfum lagt affi kapp á að ráða til starfa fólk með reynslu af fjármála- og banka- starfsemi en við höfum ekki síður lagt áherslu á að það búi yfir góðum og traustum tengslum við viðskiptavini," segir Þorsteinn. „Þeir Islendingar, sem hér eru í lykilstöðum, voru allir áður hjá Verðbréfasviði Búnaðarbankans og þekkja vel til sérbanka- þjónustu þaðan. Það sama má segja um aðra sérfræðinga okkar. Hér eru Danir sem hafa langa reynslu af tjármála- og bankastarf- semi í Lúxemborg og Danmörku, þeirra á meðal er Alf Muhlig aðstoðarbankastjóri en hann var áður aðstoðarbankastjóri Union Bank of Norway International í Lúxemborg." Þorsteinn segir að eðli málsins samkvæmt séu íslendingar enn helstu viðskiptavinir Bunadarbankans International SA en að rík áhersla sé lögð á að ná í viðskiptavini á öðrum Norður- löndum, fyrst um sinn í Danmörku, en þvi næst verði horft til Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. „Danirnir eiga t.d. að ná í danska viðskiptavini og það hefur þegar gefið ágæta raun. Það má segja að í upphafi sé áhersla okkar á Island og Danmörku. Eg geri ráð fyrir að ráða sænska bankamenn með reynslu og tengsl við Svíþjóð þegar kemur að því að afla við- skipta í Svíþjóð. Það að ráða rétta fólkið skiptir höfuðmáli." Þjónustar íslenska fjárfesta Bunadarbanki International S A er ekki hefðbundinn banki í þeim skilningi að hann stundi almenna innláns- og útlánastarfsemi. Þar kemur t.d. enginn röltandi inn Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs Asgrímssonar utanrík- isráðherra, og Þór Vilhjálmsson, prófessor við lagadeild HI, sem nú er forseti EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Anægðir menn á vígsludegi. Frá vinstri: AlfMuhlig, aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg, Guðmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri hjá Búnaðarbanka Islands og stjórnarmaður í Búnað- arbankanum í Lúxemborg, og Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg. af götunni og opnar tékkareikning eins og í hefðbundnum bönk- um. Segja má að bankinn höfði fyrst og fremst til efnaðra ein- staklinga þótt engin mörk hafi verið dregin í þeim efnum. ,Aðalviðskiptavinir okkar eru einstaklingar og fyrirtæki sem hafa yfir að ráða fjármagni sem þarf að ávaxta,“ segir Þorsteinn. „Við teljum það eitt af okkar helstu verkefnum að þjónusta ís- lendinga við að fjárfesta erlendis og koma fyrir því Ijármagni sem þeir eru með án þess að taka mikla áhættu. Hluti af okkar útlánastarfsemi tengist sérbankaþjónustunni en einnig erum við með aðra sjálfstæða lánastarfsemi. Við munum m.a. bjóða upp á ljárfestingar í verðbréfasjóðum JPMorgan Fleming og Nordea auk innlendra sem erlendra verðbréfasjóða Búnaðarbankans.“ Hvers vegna Lúxemborg? Þorsteinn segir það enga launung að horft hafi verið til nokkurra staða, m.a. Ermarsundseyja með Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja KAUPÞING: Kaupþing rekur sjálfstæð dótturfélög í sex borgum erlendis; New York í Bandaríkjunum, Þórshöfn í Færeyjum, Lúxemborg, Lausanne í Sviss, Kaupmannahöfn í Danmörku, Stokkhólmi í Svíþjóð. BÚNAÐARBANKINN: Bunadarbanki International í Lúxemborg. BI Management Company sem rekur verðbréfasjóði í Lúx. ÍSLANDSBANKI: 100 % eignarhlutur í R.Raphael & sons bankanum í London. 26% eignarhlutur í Basisbank (netbanki) i Danmörku. I undirbúningi: 12,5% hlutur í Rietumu Banka (greiðslumiðlunar- og heildsölu- banki) Lettlandi og opnun skrifstofu í London. LANDSBANKI: 70% eignahlutur í Heritable bankanum í London í Englandi, Rekstur þriggja verðbréfasjóða á Guernsey í Ermarsundi. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.