Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 48

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 48
MOMENTUM greiðslu - og innheimtuþjónustan iijJíIJ iJÍJ iJíJÍJ-'j jjJijjjíjjjjJÍU Arangursrík innheimta uiðskiptakrafna er mikilvæg og brýnt að hún gangi hratt fyrir sig og sé framkvæmd á reglubundinn og öruggan hátt. Momentum býður upp á heildar- lausn í greiðslu- og innheimtuþjónustu. Um er að ræða einfalda og hagnýta aðferð, jafnt fyrir viðskipta- menn fyrirtækja sem fyrirtækin sjálf. Momentum getur annast inn- heimtu viðskiptakrafna allt frá útgáfu greiðsluseðils og reiknings til og með löginnheimtu. Þjónustunni er skipt í fjögur stig: fruminn- heimtu, milliinnheimtu, löginnheimtu og kröfuvakt. Öll innheimta er því á einum stað sem gerir hana einfaldari og markvissari. Momentum var formlega stofnað í árslok 2000 en undirbún- ingur starfseminnar hafði staðið yfir um nokkurt skeið. Fyrir- tækið er rekið f samstarfi við Legalis lögmannsstofuna og þar starfa nú 15 manns. Tilgangurinn með starfseminni er að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem hefur skapast hjá fyrirtækjum á skilvirkari innheimtuaðferðum. Fyrirtækið býður þjónustu sem er einstök hér á landi en markmiðið er að einfalda innheimtumál fyrirtækja og bæta innheimtuárangur. Mikið er um að fyrirtæki nýti ýmiss konar greiðsluþjónustu í fruminnheimtu og sendi van- skilakröfur annað í milliinnheimtu. Þetta fyrirkomulag er bæði flókið og dýrt. f dag býður Momentum, eitt fyrirtækja, upp á heildarlausn hvað innheimtu varðar. Margrét Jónsdóttir innheimtufulltrúi og Helga Guðmundsdóttir ritari í afgreiðslusal Momentum. Margrét Þorsteinsdóttir markaðsstjóri og Hallgerður Jónsdóttir, fram- kuæmdastjóri Momentum, fara yfir gögn. Samstarf við Skýrr hf. Með nýjustu tækni hefur tekist að auka hagkvæmni og sjálfvirkni í innheimtumálum fyrirtækja. Flagræðið birtist fyrst og fremst í bættu upplýsinga- og fjárstreymi, lægri tilkostnaði við inn- heimtu og styttri innheimtutíma en jafnframt í bættu viðmóti við greiðendur. Innheimtukerfi Momentum var hannað í samvinnu við Skýrr hf., sem hefur áratuga langa reynslu í rekstri inn- heimtu- og upplýsingakerfa. Skýrr hf. vistar kerfið sem á að Með tæknilegri hagkvæmni tekst Momentum að halda umsýslu fyrirtækisins í lágmarki og þess vegna greiða viðskiptavinin fyrirtækisins ekkert fyrir þjónustuna. Jafnframt er innheimtukostn- aður viðskiptakrafna lægri en hjá sambærilegum innheimtuaðilum. 48 IJIIHMIlimTlllH

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.