Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 40

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 40
VIÐTJ. KRISTÍN í NO NfllVIE Utrásin til Noregs Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir er konan á bak við snyrtivörulín- una No Name, hálffertugur Vesturbæingur, dóttir Stefáns heitins Olafssonar, sem rak Múlakaffi til íjölda ára, og eiginkonu hans, Jó- hönnu Jóhannesdóttur, sem þar starfar enn auk þess að vinna í heild- sölu dóttur sinnar. Kristín fékk hug- myndina að snyrtivörulínunni þegar hún var að læra förðunarfræði í Bret- landi árið 1982. Hún uppgötvaði þá að hægt var að kaupa snyrtivörur af verksmiðjum úti í heimi og hanna sína eigin línu sem hefði sitt eigið nafn og umbúðir. Islensk snyrtivörulína er að ryðja sér til rúms í Noregi. No Name snyrtivöru- línan er til sölu í stærstu snyrtistofu- og verslunarkeðjunni, Magic, í miöborg / / Oslóar. I haust verður stofnaður förbun- arskóli og á nœsta ári verbur tilkynnt / andlit ársins í Noregi. Islendingarnir telja sig komna inn á markaðinn til frambúðar. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Sífelld vöruþróun er í gangi og er Þægilegur stökk- pallur Að námi loknu stofnaði Kristín Snyrtistof- una NN á Lauga- veginum, sem hún rak í sex ár, og seldi auk þess snyrti- vörulínuna sína í snyrtivöruverslanir og á snyrtistofur. A þessum tíma fékk hún þá hugmynd að markaðssetja vöruna með íslenskri fegurð og ákvað í framhaldi af því að taka upp þá venju að tilnefna dæmigerða íslenska konu sem andlit árs- ins. Hugmyndin hlaut góðar móttökur og hefur verið árlegur viðburður síðan. Fyrir fjórum árum stofnaði Kristín svo förð- unarskóla til að styðja vöruna og kenna fagfólki og öðrum að nota hana. Kristínu hefur gengið vel að byggja upp fyrirtæki sitt, starfsfólki hefur íjölgað ört og það er mikið að gerast. Þegar hún er spurð út í fyrirætlanir sínar kemur glögglega í ljós að hún hugsar stórt í viðskiptum. Langtímamarkmiðið er að ryðja förðunarlínu No Name braut erlendis. „Varan fékk góðar viðtökur hér heima og þegar hún var búin að festa sig á markaðinum vaknaði sú hugmynd hjá mér að komast utan með hana. Ég hafði fengið fyrirspurnir bæði frá Noregi og Svíþjóð og fór að vinna í því að koma henni til útflutnings. Fyrir ljórum árum gerði ég mína fyrstu tilraun og sendi fyrsta standinn til íslenskra hjóna í Varberg, litlum bæ fyrir utan Gautaborg. Markaðurinn var svo lítill að það var enginn grundvöllur fyrir framhaldi en þetta var mín frumraun á erlendri grundu. Eftir þetta fór ég að vinna betur í mínum málum, sérstaklega hvað undirbún- inginn varðaði," segir Kristín. Kristin tók þátt í Brautargengi, verkefni fyrir konur á vegum Reykja- víkurborgar, 1997-1999 og var með þeim fyrstu sem tók þátt í því verk- efni. Hún tók einnig þátt í verkefninu Markaðsstjóri til leigu á vegum Út- flutningsráðs 1999-2000 og segir mikla aðstoð fólgna í því. „Ég byrjaði að vinna með Gyðu Jónsdóttur, mark- aðsstjóra hjá Útflutningsráði, og þá fóru hjólin loksins að snúast almenni- lega. Ég fór að þreifa fyrir mér í Nor- egi því að það er nærtækast. Sá mark- aður er einna líkastur okkar heimamarkaði og landið er þægilegur stökkpallur inn í önn- ur lönd, markaðurinn sjálfur mátulega stór til að byrja á og þreyta frumraunina,“ segir hún. No Name útlitið heildstætt, allt í stíl. Til sölu I Magic „I gegnum Útflutnings- ráð komst ég svo í samstarf við Benny Sörensen, markaðs- ráðgjafa í Þýska- landi, en hann hjálp- ar fyrirtækjum að koma vöru sinni á framfæri og finna söluaðila. Ég var búin með alla undirbúningsvinnu, markaðsáætlanir voru til- búnar og varan sömuleiðis. En í viðskiptum er allt hverfult, maður tekur tvö skref fram og fjögur skref aftur á bak. Það reynir á þolinmæðina og það hefur reynst mér erfitt. I dag er varan mín komin í sölu í miðborg Oslóar og hefur verið þar í sölu frá því í nóvember í fyrra. Móttökurnar hafa verið frá- bærar og salan góð,“ segir hún. Það er norska verslunar- og snyrtistofukeðjan Magic, sem selur No Name vörurnar í miðborg Oslóar, en fyrir þá sem ekki þekkja til í Noregi líkir Kristín keðjunni við litla Hag- kaupskeðju sem einbeitir sér að snyrtivörugeiranum, er með nokkurs konar snyrtistúdíó með verslun, snyrtistofu og hár- greiðslustofu á hveijum stað og selur vörur frá öllum stærstu og þekktustu snyrtivörumerkjunum. Keðjan er með sjö snyrtistúdíó um allan Noreg en stærsta stúdíóið er í miðborg Oslóar. Fyrir utan söluna í Magic eru No Name vörurnar not- aðar í dag á tveimur snyrtistofum og í þremur snyrtiskólum í Noregi. 40

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.