Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 58

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 58
MARKAÐSIVIflL SAMEINING IVlÁLNINGflRVERKSIVIIÐJfl Lag Stuðmanna um Hörpu Sjöfn Hermundardóttur hefur lifad með pjóðinni um árabil en í texta peirra segir „samband peirra er, frá öllum hlið séð, stór- fínt“. Núna hafa málningarfyrirtækin Harpa og Sjöfn sameinast ogpað stefnir í stórfínt samband. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson Aðspurðir segja þeir að tengingin við lag Stuðmanna muni verða notuð í auglýsingar enda er það þegar farið að sjást í fjölmiðlum. „Það er skemmtileg tilviljun að þetta skuli hafa komið upp, en samt aðeins tilviljun og við átt- uðum okkur ekki á því til að byrja með,“ segir Helgi Magnús- son framkvæmdastjóri, HörpuSjafnar, sameinaðs fyrirtækis málningarverksmiðjanna Hörpu og Sjafnar. „En auðvitað er sjálfsagt að nota þessa skemmtilegu tengingu við Hörpu Sjöfn, sem hefur lifað með þjóðinni á menningarsviðinu um árabil, eins og Harpa og Sjöfn hafa lifað með þjóðinni í máln- ingarbransanum í áratugi." Það var hugmynd Baldurs Guðnasonar, framkvæmdastjóra Sjafnar, að sameina íyrirtækin tvö, en hann tók við sem fram- kvæmdastjóri Sjafnar um áramótin síðustu þá nýkominn frá Þýskalandi þar sem hann hafði verið framkvæmdastjóri Sam- skipa. Hann hóf viðræður við Helga Magnússon, þáverandi framkvæmdastjóra Hörpu í lok júní og náðu þeir fljótt vel sam- an og sáu sér báðir hag í því að sameina fýrirtækin. Helgi er framkvæmdastjóri HörpuSjafnar og staðsettur i Reykjavík en Baldur er starfandi stjórnarformaður og staðsettur á Akureyri. „Islenskur málningarvörumarkaður er líkega um tveir til tveir og hálfur milljarður," segir Baldur, „og eiga íslensk fram- leiðslufýrirtæki líklega um 70% af markaðnum." Harpa og Sjöfn eru með um það bil 800 milljón króna veltu til samans Baldur Guðnason, stjórnarformaður HörpuSjafnar, starfaði í 14 ár hjá Samskipum, þar afí 8 ár í Þýskalandi og Hollandi, er hann keypti meirihlutann í Sjöfn. Baldur er Akureyringur að uppruna. Hvftt/P stoft'l og stefna auðvitað að því að auka þann hlut nokkuð. Harpa var ívið stærri en Sjöfn í málningarframleiðslu og var stofnuð árið 1936 en Sjöfn er stofnuð 1932 og framleiðir einnig hrein- lætisvörur. „Önnur fýrirtæki á þessum markaði eru Málning og Slippfélagið og svo er auðvitað þó nokkuð flutt inn af máln- ingu og tengdum vörum.“ Haldið í þekktustu merkin Stillt hefur verið upp fram- kvæmdaráði fýrir HörpuSjöfn sem í eru menn frá báðum fýrirtækjunum og vinna þeir að sameiningarmálunum og koma með tilllögur að því hvernig best er að nýta sér þá þekk- ingu og reynslu sem í fyrirtækjunum er. „Fyrst í stað mun mesti krafturinn fara í að sameina fyrirtækin og þá vinnu sem því fylgir," segir Helgi. „Við höfum ekki tekið neinar ákvarð- anir ennþá um það hvað framleitt verður á hvorum stað. Þó er víst að þar sem bæði fýrirtækin eru virt og hafa framleitt vin- sæl og þekkt vörumerki, munum við halda þekktustu og mik- ilvægustu vörumerkjunum þó svo að vöruframboðið verði 58 „íslenskur málningarvörumarkaður er líklega um tveir til tveir og hálfur milljarður,“ segir Baldur, „og eiga íslensk framleiðslufyrirtæki líklega um 70% af markaðnum.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.