Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 30
Arni og eiginkona hans, Margrét Birna Skúladóttir, ásamt börnunum Berglindi Þóru, Guónýju Önnu og Birni Steinari.
rökhyggjumaður sem er gjörsamlega
laus við alla draumóra. Hann er vel lið-
inn á vinnustað, þægilegur maður með
létt og skemmtilegt viðmót. Þorvarður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Deloitte & Touche, telur að Arni setji
sig ávallt vel inn í málin og segir hann
fljótan að tileinka sér nýjungar. „Hon-
um ferst vel úr hendi að stýra fólki,“
segir hann. Kímnigáfuna notar Árni
svo til að krydda samstarfið og er einn
fárra sem tekst að sameina þetta
tvennt, kimnigáfu og vandaða stjórn-
un, að mati samstarfsmanna hans.
„Hann er sérstaklega lipur og góður og
gott að leita til hans með öll mál,“ seg-
ir einn þeirra.
Gallar Arni er forfallinn vinnusjúk-
lingur enda hefur hann alla tíð unnið
mikið og verið litið heima við til að
sinna heimili og Jjölskyldu. Hann er
íhaldssamur og lítið fýrir hraðar
breytingar. Hann er sagður fljótur til,
stundum fullfljótur að taka ákvarðanir,
án þess þó að vera fljótfær því að það
er hann ekki. Hann er svo stjórnsam-
ur að getur talist til galla. Hann er yf-
irlýst karlremba og á góðum stundum
flaggar hann því að karlmaðurinn eigi
að afla heimilinu tekna til að hleypa
fjöri í umræðuna en margir telja karl-
rembuna vera mest í nösunum á hon-
um. Árni hefur lítinn áhuga á menn-
ingu af þyngra taginu, t.d. þungum
Arna er lýst sem kappsmiklum manni og
ákveðnum, samviskusömum og nákvœmum.
Hann er yfirvegabur og velviljaður maður sem
gefur skýrt til kynna að hann vill ráða. Sumir
myndu kalla hann frekju.
leikritum og ballett, er óþolinmóður
og hefur engan sérstakan áhuga á
stjórnunarfræðum. Hann eltist ekki
við tískustrauma stjórnunarkenning-
anna og gerir frekar grín að þeim en
hitt. Hann er sagður hirða lítið um
ímynd sína út á við.
Áhugamál íþróttir hafa verið helsta
áhugamál Árna frá unga aldri. Hann
var á sínum tíma í marki í fótboltanum
og á línunni í handboltanum. Hann
þótti góður í Blikavörninni því að
„hann barðist eins og ljón,“ segir einn
heimildarmaður Frjálsrar verslunar.
Árni var einn fremsti handboltadómari
landsins áður en hann fór með fjöl-
skylduna til Noregs en lét dómara-
störfin niður falla við flutninginn og
hefur ekki tekið þau upp aftur. Hann
fylgist vel með íþróttum enn þann dag
í dag og spilar fótbolta með hópi
manna í KR-heimilinu einu sinni í viku
þó að golfið hafi nú fangað hug hans
allan. Árni stundar laxveiði á sumrin
og laumast i líkamsræktina á veturna
til að lyfta. Hann er gestgjafi góður og
hefur stundum gaman af að bjóða fé-
lögum sínum til vínkynningar.
Félagsstörf Fyrir utan dómarastörf-
in hefur Árni einkum tekið þátt í fé-
lagsstörfum á vegum endurskoðenda.
Hann hefur starfað mikið í Félagi lög-
giltra endurskoðenda, sat í stjórn fé-
30