Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 71
Skáldið Ernest Hemingway var ástríðufullur veiðimaður og unnandi góðra vína. Meðal upþáhaldsrétta skáldsins var steiktur silungur með beikonsneiðum og krydduðu hvítvíni. Lax og vín Þegar velja á vín með laxi skiptir öllu máli hvaða sósa er höfð með laxinum. Almennt má þó segja að Chablis vín- in henti prýðisvel með laxi. Þau eru hæfilega þurr með votti af krydduðum ávaxtakeim sem á vel við með feitum fiski eins og laxinn er. Ljómandi Chablis vín er Domaine Laroche Chablis Saint Vieilles Vignes 1999 á 1.510 kr. Þetta er fínt og bragðljúft vín með eftirbragði af smjöri. Annars bragðaði ég aldeilis frá- bært Chardonnay vín frá Suður-Astralíu fyrir nokkru, vín sem passar einstaklega vel með laxi. Þetta vín er Lindemanns Padthaway Chardonnay 1998 á 1.590 kr. Þetta er flókið vín, bragðmikið og öflugt og af því er gott eikarbragð. Sé höfð smjörsósa með laxinum eins og hollandaise eða brætt smjör þarf að hafa frekar þurrt og sýruríkt vín með honum. Ljómandi vín í þessu sambandi er Cháteau du Cléray Muscadet de Sevre et Maine sur Lie 1999 á 1.100 kr. Þetta er vel þurrt vín sem þó er létt og frískandi. Silungur Það er á ýmsan hátt flóknara að velja vín með silungi þvi hann er mjög misjafh, t.d. hvort um urriða eða bleikju er að ræða og þá vatnableikju eða sjóbleikju. Gott og pottþétt hvítvín með steiktum silungi er Joseph Drouhin Saint-Veran 1998 á 1.250 kr. Þetta er hæfilega þurrt vín með þægilegum ávaxta- og kryddkeim. Agætt hvítvín með t.d. sjóbleikju er ljómandi vín frá Nýja Sjálandi sem heitir Montana Marlborough Sauvignon Blanc 2000 á 1.300 kr. Þetta er sýruríkt vín, afar ferskt og létt með bragði sem minnir á græn epli og vínþrúgur. Þetta vín er einnig ágætt með soðnum silungi með kartöflum og bræddu smjöri á la mamma. Vinsælt er að grilla silung og er hann þá oft kryddaður á ýmsa lund og með honum er þá iðulega höfð köld sósa þar sem uppistaðan er majones og/eða sýrður ijómi. Var- ast skal að hafa silunginn of lengi á grillinu því þá verður hann of þurr. Riesling vín frá Alsace í Frakklandi er ljómandi gott VÍNUiyiFJáLLUN SIGMflRS B. með glóðarsteiktum silungi, t.d. Hugel Riesling 1998 á 1.280 kr., þetta er ferskt vín, létt og sýruríkt. Reyktur lax og grafinn Yfirleitt er boðið upp á bjór með reykt- um laxi. En það er ekkert að því að hafa gott hvítvín með rétt- um þar sem reyktur lax er í aðalhlutverki. Ef við höldum aftur til Alsace þá má mæla með hinu magnaða víni Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 1998 á 1.630 kr. Þetta vín passar frá- bærlega með reyktum laxi og af þessu víni er milt ávaxtabragð og ferskt. Með graflaxi má einnig hafa vín frá Alsace, hér er um að ræða mjög bragðmikið vín, þurrt og kryddað, Dopff og frion Gewurztraminer 1999 á 1.440 kr. Graflaxinn er kryddað- ur með dilli og hvítum pipar, sykri og salti og með honum er höfð krydduð sinnepssósa. Þess vegna dugar ekkert minna en öflugt vín eins og Gewurztraminer. Þá er gráupplagt að drekka rauðvín með graflaxi og reyktum laxi. Öflug ítölsk vín eru vel til þess fallin, einkum þó og sér í lagi vínin frá Piemonte. I Rik- inu er til ágætis vín sem mæla má með, Castello del Poggio Barbera d’Asti 1997 á 1.190 kr. Rauðvín - lax og Silungur Það er svo sannarlega ekkert að því að drekka rauðvín með laxi og silungi fyrir þá sem það vilja. Heppilegustu rauðvínin með laxi og silungi eru vín sem ekki eru mjög sýru- og tanninrík, vín sem eru frekar mild. Kjörin rauðvín með laxi og silungi eru vínin frá Beaujolais og þar má mæla með Georges Duboeuf Morgon 1999 á 1.160 kr. Þetta er létt, ferskt og ávaxtaríkt vin. Þá eru áhugaverð Malbec vín frá Argentínu, mjög góð með laxi og silungi. Weinert Malbec 1995 á 1.370 kr. er flott vín, bragðmikið, kryddað og ögrandi.B!] Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum með laxi og silungi: Hvítvín Domaine Laroche Chablis Saint Vieilles Vignes 1999, kr. 1.510,- Lindemans Padthaway Chardonnay 1998, kr. 1.590,- Cháteau du Cléray Muscadet de Sevre et Maine sur Lie 1999, kr. 1.100,- Joseph Drouhin Saint-Veran 1998, kr. 1.250,- Montana Marlborough Sauvignon Blanc 2000, kr. 1.300,- Hugel Riesling 1998, kr. 1.280,- Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 1998, kr. 1.630,- Dopff og Irion Gewurztraminer 1999, kr. 1.440,- Rauðvín Castello del Poggio Barbera d'Asti 1997, kr. 1.190,- Georges Duboeuf Morgon 1999, kr. 1.160,- Weinert Malbec 1995, kr. 1.370,- 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.