Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 43
VIÐTflL KRISTÍN í NO NfllVIE Samferða Debenhams til Svíþjóöar? No Name snyrtivörurnar eru til sölu í snyrtistúdíóinu Magic í miðborg Óslóar og í október verður opnuð fyrsta No Name afgreiðslueiningin hjá Debenhams í Smáralind. Á næsta ári verður tilnefnt andlit ársins í Noregi og Förðunarskóli No Name tekur þar til starfa. Kristín er búin að láta hanna heildstætt útlit fyrir No Name vörurnar og starfar ótrauð að því að koma No Name á framfæri í Þýskalandi. Hún vonast jafnvel til að geta orðið samferða Debenhams til Svíþjóðar. - Hvaða leið ætlar þú að fara inn á Þýskalandsmarkað? „Ég ætla að byrja á því að fara rólega inn á snyrtistofurnar á persónulegu nótunum, á stöðum sem til þessa hafa ekki ver- ið þjónustaðir af stóru merkjunum. í framhaldi af því getur varan sannað sig og fengið umijöllun, við getum farið að sýna veltutölur, gert kannanir og sýnt fram á vinsældir vörunnar og þá geta dyrnar farið að opnast," svarar hún. Ný lína fyrir dökka hlíð Bæði í Noregi og Þýskalandi ætlar Kristín að nota sömu markaðstæki og á íslandi. Markaðssetn- ingin í Noregi er að sjálfsögðu lengra komin en í Þýskalandi, stefnt er að því að andlit ársins verði valið úr hópi þekktra norskra kvenna á næsta ári og í janúar er ætlunin að stofna Förðunarskóla No Name. „Þannig náum við fótfestu. Það er ekki nóg að varan fái meðbyr í upphafi, við þurfum að halda okkur á markaðinum og ná fótfestu með réttri markaðssetn- ingu. Þetta höfum við gert á Islandi með okkar þjóðþekktu, yndislegu konum og það ætlum við að gera erlendis." Til við- bótar ætlar Kristín að hanna sérstaka línu íýrir konur með dökka húð en slíka línu segir hún hafi skort mjög hjá stóru og þekktu snyrtivörumerkjunum. „I haust verðum við með sér línu fyrir dökka húð en það hefur alveg vantað, sérstak- lega í Norður-Evrópu. Þessi sérstaða að geta mótað markaðs- stefnuna á hverjum stað er styrkleiki No Name,“ segir Krist- ín. Að auki er svo gríðarleg vöruþróun í gangi hjá No Name heildsölunni. Verið er að hanna hér heima nýjar einingar í verslanir og verður þannig öll vörulínan heildstæð í útliti, bæði í verslunum og umbúðirnar sjálfar. No Name snyrtivör- urnar eru þegar seldar á 45 útsölustöðum út um allt land, fyr- ir utan Fríhöfnina, en í október verður opnuð sérstök eining, snyrtideild No Name, í Debenhams í Smáralind og verður þar öll snyrtivörulínan á boðstólum. I Smáralind ætlar Krist- ín að taka þetta nýja og sérhannaða útlit í notkun, bæði á versluninni sjálfri, stöndum og pakkningum, og verður spennandi að sjá hvernig tekst til. „Draumurinn er að verða samferða Debenhams í Svíþjóð ef vel gengur í Smáralind,“ segir hún að lokum. 3!] hj&QýGafiMÍi Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • Sími 581 2141 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.