Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 72
Kristján Örn Sigurðsson er staðgengill framkvæmdastjóra hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Eftir annasaman dag á skrifstofunni finnst honum fátt betra en aðfara á golfvöllinn í Grafarholtinu. Mynd: Geir Ólajsson Kristján Örn Sigurðsson, Sameinaða lífeyrissjóðnum Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Kristján Örn Sigurðsson er staðgengill fram- kvæmdastjóra og hefur starfað hjá Sameinaða lífeyr- issjóðnum í rúm þrjú ár. Kristján Örn er viðskipta- fræðingur að mennt, lauk námi frá Háskóla íslands árið 1994, og prófi til löggild- ingar í verðbréfamiðlun árið 1998. Hann starfaði við end- urskoðun í þrjú ár áður en hann flutti sig yfir til Samein- aða lífeyrissjóðsins, sem er einn af stærstu lífeyrissjóð- um landsins. Heildareignir sjóðsins eru í kringum 45 milljarðar króna og um það bil 11 þúsund einstaklingar greiða til hans. „Starf mitt felst í því að stjórna daglegum rekstri sjóðsins í samstarfi við fram- kvæmdastjóra og sjóðstjóra. Starfsemin spannar vítt svið sem felst í að taka á móti ið- gjöldum frá launagreiðend- um, upplýsa sjóðfélaga um réttindi sín, úrskurða lífeyri, veita sjóðfélagalán og fjár- festa í innlendum og erlend- um verðbréfúm. Höfuðmark- mið okkar er að veita öllum þeim sem leita til sjóðsins góða og skjóta þjónustu. Ein- staklingar eru alltaf að verða meðvitaðri um starfsemi líf- eyrissjóða og þeir hugsa stöðugt meira um sín lífeyris- mál. Lífslíkur fólks eru alltaf að aukast og yngra fólk þarf í mörgum tilvikum að reiða sig á lífeyrissjóðinn sem sína að- altekjulind í um 20-25% æv- innar. Fólk er þar af leiðandi farið að spá meira í þessi mál. Hið opinbera og aðilar vinnu- markaðarins hafa í gegnum kjarasamninga og skattaíviln- anir hvatt fólk til að auka greiðslur í lífeyrissjóði. Allir einstaklingar þurfa lögum samkvæmt að greiða 10 pró- sent af tekjum sínum í lífeyr- issjóð. Svo geta þeir bætt við 4% af launum sem fæst frá- dregið frá skatti og fá þá 2,4% af launum eða 60% til viðbótar við sitt framlag frá launa- greiðanda og ríki. Aðaláhersl- an í starfi lífeyrissjóðsins ligg- ur þessa stundina í því að fá fólk til að nýta sér þetta sparnaðarform sem er án efa það hagstæðasta á markaðn- um. Þar sem frjáls samkeppni er um þennan viðbótarsparn- að þá hefur lífeyrissjóðurinn þurft að gera sig sýnilegri. Ég tel að við höfum hagstæða valkosti að bjóða fólki þar sem lífeyrissjóðurinn nýtur mjög góðra viðskiptakjara í krafti stærðar sinnar bæði innanlands og erlendis," seg- ir Kristján Örn. Sameinaði lífeyrissjóður- inn hefur vaxið og dafnað frá því hann var stofnaður árið 1992 og er andinn góður meðal starfsmanna þó að oft sé mikið að gera og álag á starfsfólkinu. ,AHir hafa verið jákvæðir og lagt metnað sinn í að vinna að sameiginlegum markmiðum. Þannig hefur þetta gengið vel. Við reynum öðru hverju að hafa skemmti- legar uppákomur hér innan- húss til að efla liðsheildina. Einnig höfum við lagt metnað okkar í að hafa virkt upplýs- ingaflæði um það sem er að gerast innan sjóðsins og úti á markaðnum þannig að allir fylgist með,“ segir hann. Kristján Örn er fæddur 1969 og er alinn upp í Foss- voginum. Hann er í sambúð með Kristínu Kristmunds- dóttur viðskiptafræðingi og eiga þau níu ára dóttur, Selmu Dögg. Áhugamálin eru þó nokkur og ber þar golfið hæst. Kristján Örn hef- ur lagt stund á golf í 17 ár og er félagi í Golfklúbbi Reykja- víkur. „Ég hef alltaf haft jafn- gaman af þessu sporti,“ segir hann. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara á völlinn með félögunum og njóta þess að spila.“ Golfið er frábær fjölskylduíþrótt og er hann þegar byrjaður að kenna ijölskyldunni. „Ég ætla að reyna að fá mæðgurnar með mér á völlinn.“Hl] 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.