Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 25
FJÖLMIÐLAR HVER fl AÐ BORCfl FYRIR VEFlNfl
Fjármögnun netumsvifa Það er erfitt að spá, einkum um fram-
tíðina, er stundum sagt En það má líka snúa þessu við: Það er
auðvelt að spá, einkum um framtíðina, því enginn veit hvernig
hún verður. Eitt af því sem kemur spánskt fyrir sjónir er að sjá
hvað fréttir dagblaðanna eru í ríkum mæli frásagnir af því sem
muni gerast í dag. Þannig er algengt að sjá til dæmis forsíðufrétt-
ir í bresku blöðunum um að í dag muni forsætisráðherra tilkynna
hitt og þetta og þá muni honum mælast svo og svo. I heimi, þar
sem krafan um nýjustu fréttir er áleitin, þá eru netsíður dagblað-
anna nauðsynlegur hluti af ásýnd þeirra, því annars eru þau alltaf
bara með gamlar fréttir eða frásagnir af því sem muni gerast. Það
er ekki lengur hægt að hugsa sér nútímadagblað án vefsíðu. Og
vefsíðurnar geta verið mikilvægar til að draga athyglina að
prentútgáfu blaðanna. Það má lika hugsa sér framtíð, þar sem
prentútgáfan leggur fyrst og fremst áherslu á ítarlegri úttektir
annars vegar, þó nútímalesendur þoli engar langlokur, og frétta-
yfirlit hins vegar. Netið verði þá notað til harðrar fréttamiðlunar
annars vegar og víðfeðmrar upplýsingamiðlunar hins vegar.
Þessi afmörkun er þegar farin að sjást þegar stórmál eru uppi, því
þá er ekki óalgengt að miklu meira efni um viðkomandi mál sé
að finna á vefsíðum en í prentútgáfúm.
Þróun netsíðna blaðanna og útgerð þeirra á eftir að koma í ljós,
en það má telja nokkuð pottþétt að gjaldtaka eigi eftir að aukast
En þegar er ljóst að blöðin velja sér mismunandi leiðir, svo þó
segja megi að gjaldtaka muni verða regla fremur en undantekn-
ing er svigrúmið býsna vítt Verða fleiri blöð með margmiðlun likt
og Guardian? Munu blöð, eins og flármálablöðin, sem gera út á af-
markaðan markhóp bjóða upp á enn sérhæfðari og ijölbreyttari
þjónustu en nú þekkist kannski að hluta sérsniðna eftir óskum
viðskiptavina og þá auðvitað gegn greiðslu fyrir hana? Mun
bresku blöðunum takast að halda aðgenginu ókeypis en rækta
þess í stað dygga áhugamannahópa, sem greiða fyrir sérefni?
En ætlar ríkisstöð eins og BBC að taka skrefið inn á greiðslu-
markaðinn? Það vakti nokkurn skjálfta þegar einn af yfirmönnum
BBC lýsti því yfir nýlega að hugsanlega ætti BBC eftir að taka
greiðslu fyrir efni á BBC Online. Ef farið yrði að veita heilu sjón-
varpsþáttunum inn á Netið, eins og nú er gert með fréttaefni, þá
kæmi vel til greina að það yrði gert í áskrift. Þetta væri þá hlið-
stætt kapalmarkaðnum, sem BBC er þegar komið inn á. Mörg-
um hraus hugur við að nú ætlaði stöðin ekki aðeins að halda
áfram að rukka alla um áskriftargjöld, heldur líka að láta borga
fyrir netaðgengi. Talsmaður samtaka netútgefenda, sem hafa
harðlega gagniýnt netumsvif BBC, því þau skekktu eðlilega sam-
keppni, sagði einfaldlega að BBC gæti ekki verið alvara. Ollkar
leiðir sjást þegar í íslensku íjölmiðlunum, þar sem visir.is er með
allt ókeypis, meðan mbl.is tekur greiðslu fyrir aðgang að greina-
safni og fullt aðgengi. En í grófum dráttum má segja að enn sem
komið er megi tala um bandarísku leiðina, sem tekur greiðslu
fyrir greinaaðgengi, líkt og mbl.is gerir. Hins vegar er tilraun
bresku blaðanna til að koma sér undan þvi að taka greiðslu fyrir
almennt aðgengi að netsíðum sínum, en láta þess í stað áhuga-
hópa borga brúsann ásamt auglýsendum. Hvort þetta dugir til er
algjörlega undir því komið að blöðunum takist að búa til nógu öfl-
uga hópa glaðra greiðenda. Og kannski líka undir því að fólk
haldi áfram að nenna að lesa blöðin, hvort sem er í gamla papp-
írsforminu eða á Netinu. BD
25