Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 65
L GESTflPENNI GUDMUNDUR HflUKSSON skapa fyrirtækjum eðlilega samkeppnisaðstöðu. Um leið fá neyt- endur skýrari samanburð á verði og þjónustu en nú er. Það mun veita fyrirtækjum aðhald og leiða til efnahagslegra framfara. Um leið og allt umhverfi lánastofnana á íslandi hefur þróast hefur mikil breyting átt sér stað á eignarhaldi og rekstrarformi þeirra. Viðskiptabönkum hefur fækkað með samrunum og um leið hafa þeir stækkað. Þeir eru nú allir reknir í hlutafélags- formi og markmið ríkissjóðs er að selja sinn hluta. Fjórir lána- sjóðir hafa sameinast og formi þeirra breytt í fjárfestingar- banka sem síðan var sameinaður viðskiptabanka. Ný lög um sparisjóðina í ljósi þeirrar þróunar sem hér hef- ur verið rakin var eðlilegt að spurt væri hvaða áhrif þetta hefði á stöðu sparisjóðanna og hvort sú lagalega umgjörð sem þeir bjuggu við nægði þeim til að takast á við harðara og flóknara samkeppnisumhverfi en áður hefur þekkst á ijár- magnsmarkaði. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að meta þessa stöðu og koma með tillögur til úrbóta ef þörf þætti. Nefndin skilaði inn drögum að frumvarpi um breytingar á lagaramma sparisjóð- anna og var það frumvarp samþykkt á Alþingi í vor. Sparisjóðirnir eiga sér nærri einnar og hálfrar aldar sögu hér á landi og hafa þannig starfað lengur en aðrar ijármála- stofnanir á íslandi. Samkvæmt lögum höfðu sparisjóðir þó þrengri starfsramma en viðskiptabankar allt fram til 1986. Sú löggjöf sem þá tók gildi breytti samkeppnisstöðu sparisjóð- anna þar sem þeim var nú heimilt að keppa við viðskiptabank- ana á jafnréttisgrundvelli. fllls 24 sparisjóðir og fer fækkandl í kjöifar þessara laga breytinga átti sér stað mikill og hraður vöxtur hjá sparisjóðun- um. Þeir juku rekstrarumfang sitt jafnt og þétt og eru nú sam- eiginlega með næstmestu innlán í bankakerfinu. Sparisjóðirn- ir eru 24 talsins og hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum vegna samruna. Þeir eru mjög ólíkir að stærð og rekstrarum- fangi, en eiga mikið samstarf sín á milli og reka net dóttur- félaga. Með þeim hætti hefur þeim tekist að auka hagræði í rekstri, auka ijölbreytni í þjónustu og fá verulegan hagnað frá dótturfélögunum, annað hvort af rekstri þeirra eða með hækkun á markaðsverði hlutabréfaeignar í þeim. Rekstur sparisjóðanna hefur verið farsæll. Þeir hafa aukið markaðshlutdeild sína, skilað umtalsverðum hagnaði af Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Spron. Sparisjóður Kópavogs. Sparisjóður Hafnarfjarðar. Sparisjóður vélstjóra. Nýsett lög gera sparisjóðunum kleift að verða hlutafélög og það mun aftur auðvelda þeim að sameinast, hvort heldur öðrum sparisjóðum eða öðrum utanaðkomandi fjármálastofnunum. Sparisjóðirnir eru núna sameiginlega með næstmestu innlán í bankakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.