Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 22
Öflugustu Jjölmiðlavefirnir bresku eru án efa vefur Financial Times, FT.com, og vefur Guardian, guardian.co.uk, sem þeir kalla Guardian
unlimited. Financial Times er eins og kunnugt er fiármála- og viðskiþtablað. FT.com stefhdi frá uþþhafi í að vera viðbót við viðskiþtaumsvif
Financial Times.
Hver á að borga fyrir
vefi dagblaðanna?
Auðvitað þurftu affir tjölmiðlarnir
að hafa netáætlun fyrir nokkrum
árum, auðvitað þurftu þeir affir að
leggja í miklar fjárfestingar til að vera
með á Netinu - og nú þurfa þeir auðvit-
að að finna leiðir til að hala aftur inn eitt-
hvað af þessum flárfestingum og helst
einhvern gróða líka. Það eru aðrir tím-
ar en fyrir ári síðan, þegar netflárfest-
ingar náðu hámarki bæði í peninga-
austri og bjartsýni. Nú snúast fréttirnar
ekki lengur um síhækkandi hlutabréf í
netfyrirtækjum, heldur um samdrátt al-
mennt, samdrátt í auglýsingatekjum Jjölmiðlanna, þar sem blöðin
finna fyrir samdrætti bæði í auglýsingum í prentútgáfum sínum
og netútgáfum. Og eins og alltaf þegar samdráttur verður þá
breytist hegðun að einhveiju leyti líka. Auglýsendur hugsa dæm-
ið upp á nýtt. Það einfalda væri auðvitað bara að láta borga fyrir
netsíðurnar, þvi ekki dettur nokkru blaði í hug að gefa prentefni
sitt, nema auðvitað ókeypis blöðin, sem ijármagna sig eingöngu
með auglýsingum. Vandinn er bara sá að notendur í Bretlandi og
víðar í Evrópu eru svo góðu vanir hvað varðar netsíður Jjölmiðl-
anna og alls ekki vanir að borga þar sem aðgengi hefur verið
ókeypis frá byijun. Bandarískir fiölmiðl-
ar hafa hins vegar verið óhræddir við að
taka greiðslu fyrir netþjónustu sína, þó
með mismunandi hætti sé. Oragast er
Wall Street Journal, sem frá upphafi hef-
ur selt aðgang að wsj.com. Nú horfa
ýmsir breskir Jjölmiðlar nokla-um öf-
undaraugum til þeirra. Askrifendur
wsj.com eru um 600 þúsund og borga á
miffi 25 og 42 pund ( 3.500 kr. til 6.000
kr.) á ári Jyrir netáskrift sína. Dæmið er
þó ekki alveg svona einfalt Wall Street
Journal höfðar til þröngs hóps viðskipta-
vina, fólks í viðskiptalífinu, sem getur ekki án þessa blaðs verið og
hefur oft áskrift greidda af vinnuveitanda. Það má leiða að þvi rök-
um að netútgáfan hafi styrkt það, þvi það auðveldar þessum hópi
viðskiptavina aðgengi að blaðinu, hvar sem er í heiminum. Al-
menn dagblöð eru venjulega staðbundnari og geta ekki auðveld-
lega gert það sama.
í Bretlandi er áberandi að blöðin leita ákaft að tekjuleiðum í
formi sérþjónustu án þess að loka Jyrir almennar fréttasíður. The
Times var Jyrsta blaðið tíl að taka upp greiðslu, býður nú hinum
leikjaglöðu Englendingum upp á krossgátur og fleiri þrautir Jyrir
Auglýsingamarkaðurinn í Bretlandi
er tregari en verið hefur í áratug,
ffölmiðlarnir fá ekki aftur ofurfár-
festingar i Netinu og hugleiða nú
hvernig megi fá notendur til að
borga fyrir netþjónustuna, skrifar
Sigrún Davíðsdóttir frá London.
Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur í London. Myndir: Geir Ólafsson
Netverjar eru góðu vanir
Ekki dettur nokkru blaði í hug að gefa prentefni sitt, nema auðvitað ókeypis blöðin, sem
fjármagna sig eingöngu með auglýsingum. Vandinn er bara sá að notendur í Bretlandi og víðar í
Evrópu eru svo góðu vanir hvað varðar netsíður fjölmiðlanna og alls ekki vanir að borga þar sem
aðgengi hefur verið ókeypis frá byrjun.
22