Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 73
FÓLK w Eg hóf störf hér hjá Sím- anum í vor,“ segir Heiðrún Jónsdóttir. „For- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála er talsmaður fyrirtækisins. Starf mitt er m.a. fólgið í því að miðla frétt- um bæði innan fyrirtækisins og utan hvort sem það snert- ir stefnu fyrirtækisins eða at- vik. Eg sit alla stjórnarfundi og framkvæmdastjórnar- fundi og hef þar af leiðandi góða yfirsýn yfir það sem er að gerast. Starfið er ákaflega ijölbreytt en jafnframt fylgir því talsvert áreiti. Ég þarf oft- ast að vera komin heim kl. 17 þar sem ég þarf að sækja son minn á leikskólann, svo kvöldin fara oft í að vinna heima, enda er þar oft betra næði.“ Heiðrún er fædd árið 1969 og ólst upp á Húsavík. Hún bjó þar til 16 ára aldurs að um við þangað og vorum í tvo daga á meðan lætin gengu yfir. Við gerðum okkur þá ekki grein fýrir því að þessi stund yrði eins mikill og merkilegur hluti sögunar því við töldum að leiðin yrði að- eins greið tfmabundið. Þannig hitti á að þegar við komum til Berlínar, þ.e. vest- urhlutans, þá var bjart þar og sólskin og allt fullt af fólki. Daginn eftir fórum við í aust- urhlutann en þá hafði veðrið breyst, dumbungur og kalt. Okkur þótti þetta að vonum táknrænt og þar að auki var borgin austanmegin nær mannlaus, það voru allir að fagna í vesturhlutanum." Heiðrún hóf lögfræðinám í HI og útskrifaðist þaðan 1995. „Það var ekki sjálfgefið að ég færi í lögfræðina, eiginlega var ég á leiðinni að læra hag- fræði. Bæði fögin eru að mínu Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans. Heiðrún Jónsdóttir, Símanum undanskildu einu ári sem hún bjó í Svíþjóð. Hún var í tvö ár í Samvinnuskólanum á Bifröst sem þá var á mennta- skólastigi en fór svo í Verzl- unarskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1989. „Þessi tími á Bifröst var alveg frábær,“ segir hún. „Hópurinn þjappaðist mjög vel saman og ég eignaðist þarna marga af mínum bestu vinum. Það myndast allt önn- ur tengsl f heimavistarskóla en hefðbundnum skóla.“ Eftir stúdentsprófið 1989 fór Heiðrún til Þýskalands sem au pair einn vetur og dvaldi í Miinchen. „Þetta var góður vetur, skemmtilega áhyggjulaus. Reyndar átti maður enga peninga og nurl- aði saman fyrir lestarmiðum en það kom ekki í veg fýrir að við vinkonurnar flökkuðum talsvert um Evrópu, t.d. til Feneyja, Frakklands, Sviss, Austurríkis auk Þýskalands. Þegar Berlínarmúrinn féll fór- mati spennandi og krefjandi. Lögfræðin kemur inn á nær alla þætti mannlífsins. I nám- inu lærir maður sjálfsaga og að leysa viðfangsefni með rök- bundnum og hlutlægum hætti.“ Eftir útskrift flutti Heiðrún til Akureyrar og hóf störf sem lögmaður á Lög- mannsstofu Akureyrar og fékk réttindi til málflutnings jýrir Héraðsdómi árið 1996. Hún starfaði sem héraðsdómslögmaður til 1998 er hún eignaðist son sinn Jón Hallmar í janúar og fór í barns- burðarleyfi í tæpt ár. Tók svo til starfa hjá KEA sem starfs- mannastjóri og lögmaður og var þar næstu þijú árin. Eftir þriggja ára starf hjá KEA bauðst Heiðrúnu að verða aðstoðarframkvæmda- stjóri félagsins, staðgengill kaupfélagsstjóra. Sömu vik- una og átti að tilkynna skipu- lagsbreytinguna voru henni boðin tvö önnur störf, bæði í Reykjavík, og ákvað hún að ráða sig sem upplýsingastjóra hjá Símanum. „Það er mjög spennandi að vera komin til Símans. Síminn á rætur sínar að rekja til ársins 1906, fyrirtækið hef- ur gengið í gegnum miklar breytingar og er enn að taka miklum breytingum. Helstu styrkleikar fýrirtækisins eru tækniþekking, góð og traust ímynd, stöðugur rekstur og loks skemmtileg samblanda starfsmanna hér,“ segir Heið- rún. „Það eru spennandi tím- ar fram undan núna þegar styttist í sölu á Símanum. 14% verður boðið til sölu til starfs- manna og almennings, 10% til kjölfestufjárfesta innanlands en 25% til kjölfestufjárfesta er- lendis, og er nú helst horft til norrænu símafýrirtækjanna - en auðvitað er þetta allt óljóst enn sem komið er. Eftir söl- una situr ríkissjóður enn með 51% hlut í fýrirtækinu." Aðalá- hugamál Heiðrúnar eru bók- lestur, ferðalög og útivera en hún hefúr einnig gaman af því að velta fýrir sér því sem gerist á markaði og í við- skiptalífinu. „Ég er ein með þriggja ára gutta og þegar hann kemur af leikskólanum gæti ég þess að nota tímann vel með honum fram að því að hann fer að sofa, hvort sem við tökum það bara ró- lega og lesum eða leikum okkur saman. Ég hef mjög gaman af því að vera í góðra vina hópi og býð vinum gjarn- an í mat, en yrði þó seint köll- uð meistarakokkur. Senni- lega myndi ég flokkast sem nokkurt náttúrubarn og íþróttamanneskja þó ég hafi hvorugu sinnt nægjanlega vel síðustu árin. Ég stundaði tals- vert íþróttir í gamla daga og var í sveit sem barn og ung- lingur og undi því vel. En þá daga sem álagið og áreitíð er mikið í vinnunni, þykir mér best í lok dags að kúra mig niður heima við og lesa góða bók.'Ui 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.