Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 24
FJÖLMIÐLflR HVER fl flD BORGfl FYRIR VEFINfl útlit er mjög einfalt, ekkert truflandi rusl á síðunum. Vefurinn hefur verið verðlaunaður og það er skiljanlegt þegar hann er not- aður. Bæði FT.com og Guardian hafa morgunfréttabréf, en bréf Guardian, sem kallast Wrap, er firna sniðugt því það dregur ekki aðeins saman helstu fréttir í Guardian, heldur í bresku blöðunum almennt. Það eru erlendar og innlendar fréttir, íþrótta- og við- skiptafréttir og hlekkir í blaðaumijöllun, bæði í Guardian og í öðr- um miðlum, auk þess sem í lokin er listi yfir væntanlega atburði dagsins. Og oft er í þessu spaugilegur tónn, eins og Breta er von og vísa. Sjálfur vefurinn nýtir sér að umfjöllun Guardian um sér- svið eins og mennta-, félags- og umhverfismál er mjög góð og vef- síðurnar nýta sér þá sérstöðu sem blaðið hefur í umfjöllun um þessi mál. Þó Guardian hafi sérstaka netdeild er meira samspil milli skrifandi blaðamanna og netsíðnanna en almennt gerist. Blaða- mennirnir vinna oft sérstakt efni fyrir netsíðurnar. Fréttaritarar og blaðamenn, sem eru sendir út, senda oft talaða pistla inn á vef- síðuna til að miðla hér-og-nú stemningu og það tekst oft frábær- lega. Myndefnið er gott. Það er almennt leitast við að þurrka út hefðbundna skiptingu gömlu miðlanna og Netið nýtt eins og tæknilegir möguleikar þess bjóða upp á. Netsíður Guardian eru því miklu meira en bara netútfærsla prentaða blaðsins. Þær eru sérstakur miðill, sem nýtir sér möguleika margmiðlunar. En tals- menn Guardian fara ekki í felur með að þeir vildu gjarnan finna leiðir til að hafa af honum frekari tekjur. Það sem heldur aftur af þeim er óttinn við að draga úr notkuninni. Þess vegna leita þeir eins og aðrir að sérsviðum, sem hægt væri að rukka týrir. Athygli þeirra beinist að fótboltavef, krossgátum og stjörnuspám og við- búið að þetta komist á næstu mánuðina. Leitað að sérsviðum til að rultlta fyrir Viðleitni The Times til að búa til klúbb krossgátu- og þrautaglaðra vefsíðunotenda verður án efa undir smásjá annarra dagblaða. The Times og The Sunday Times, sem er sérstakt blað, þó það hafi upphaflega verið helgar- blað tyrrnefnda blaðsins, eru bæði í eigu flölmiðlakóngsins Rupert Murdochs og sama er að segja um The Sun og News of the World. Öll þessi blöð eru með vefi. The Times hefur lýst því yfir að fleiri sérsvið verði opnuð gegn gjaldi, jafnvel alveg á næst- unni og það er ljóst að hin blöðin í eigu Murdoch stefna á það sama. I óðabjartsýni undanfarinna ára lét Murdoch tilleiðast að fjárfesta í netíyrirtækinu firedup.com, sem lagði upp laupana. Línudans dagblaðanna felst í því að fæla notendur vefsíðnanna ekki frá, svo aðgengi að auglýsingahlutum vefsíðnanna dragist ekki saman og um leið áhugi auglýsenda á að auglýsa þar, en ná sér samt í frekari tekjur af vefsíðunum. Þess vegna leita blöðin að eldheitum áhugamönnum um afmörkuð efni, sem væru tilbúnir til að borga iýrir efni um áhugamál sín. Þá beinist athygli bresku tjölmiðlanna að efni eins og krossgátum, stjörnuspám og fót- bolta. Það er enn of snemmt að segja til um hver árangurinn verð- ur, en það vantar ekki áhugann á að auka nettekjurnar. Og það er heldur ekki vist að aðgengi að eldra efni, sem er dýrmæt náma upplýsinga, haldi áfram að vera ókeypis á vefsíðum bresku blað- anna. Bandarísku stórblöðin hafa nánast frá upphafi reynt að gera sér einhverjar tekjur af Netinu og eru því ekki í sömu hönk og þau bresku. Þau eru ekki í sérsviðsútgerðinni að ráði, heldur rukka fyrir fullt aðgengi greina á einhvern hátt, til dæmis að- gengi fyrir greinar sem eru eldri en mánaðargamlar. Tímaritið Time beitir þeirri snjöllu aðferð að veita áskrifendum prentútgáf- unnar ókeypis netaðgengi, þeir þurfa aðeins að slá inn áskriftar- númer sitt, en aðrir þurfa að borga fyrir, vilji þeir lesa greinarnar. Sala stakra greina er stunduð, gjaldið er lágt og smurt greiðslu- kortakerfi gerir viðskiptin einföld. Útbreidd notkun greiðslu- korta í Bandaríkjunum léttir þessi viðskipti. Bæði í Bretlandi og viðar í Evrópu, að Islandi undanskildu, eru greiðslukortaumsvif- in miklu minni. Bretar eru til dænfis ekki vanir að taka upp kort- ið til að greiða fyrir smáhluti. Og kaup og sala yfir Netið er ekki þróuð. Þetta gerir smásölu bresku dagblaðanna á netefni sínu erfiðari. Það er einfaldara fyrir þau að rukka hærri upphæðir og þá fyrir notkun í ár á afmörkuðum netsíðum frekar en að ætla að selja stöku greinar. Nýjar aðstæður á auglýsingamarkaðnum Leit bresku dagblað- anna að nýjum tekjulindum fyrir netumsvif sín stafar að ýmsu leyti af breyttum aðstæðum í viðskiptaheiminum, sem endur- speglast í umfangi auglýsinga. Prentuðu blöðin hafa orðið vör við auglýsingasamdrátt, sem endurspeglar vísast samdrátt í efna- hagslífinu. Samdráttur gerir auglýsendur líka aðhaldssamari og fyrir því hafa netútgáfurnar fundið. Auglýsingar hafa ekki skilað sér jafngreiðlega þangað og bú- ist var við. Almennt er talað um auglýsingasamdrátt á bilinu 12- 16%. Þó bresku dagblöðin finni fyrir samdrætti á þessu bili bend- ir allt til þess að sjónvarpsstöðvarnar finni fyrir enn harkalegri samdrætti. I þeim geira er talað um samdrátt á bilinu 15-25 %. Þar kviða menn þvi líka að jafnvel þótt efnahagslifið fari aftur á flug, sem gerist þó vart á næstu mánuðum, þá muni sjónvarpið ekki ná aftur sínum fyrri hlut á auglýsingamarkaðnum. Aður var sjón- varpið hinn augljósi auglýsingavettvangur, en svo er ekki lengur. Fyrirtæki, sem áður auglýstu eingöngu í sjónvarpi þreifa nú víð- ar fyrir sér. Þó Netið hafi ekki orðið sú auglýsingagullnáma og hinir bjartsýnustu vonuðu í óðabjartsýni undanfarinna missera er Netið að margra áliti öflugur auglýsingamiðill, sem á enn eftir að festa sig í sessi. Möguleikar þess eru vísast enn óljósir, en Netið er ekki dægurfluga, heldur staðreynd. En hvernig þessir mögu- leikar verða er enn óljóst. Risastór auglýsingaskilti úti undir beru lofti eru að verða æ meira áberandi í Bretlandi og draga að sér at- hygli auglýsenda. Þau geta náð til margra og eru miklu ódýrari en sjónvarpsauglýsingar. Sænska fatafyrirtækið Hennes & Mauritz tók upp þá stefnu fyrir um áratug að auglýsa eingöngu á stórum plakötum á neðanjarðarlestarstöðvum og öðrum umferð- arstöðum í stað auglýsinga í tímaritum. Sú stefna er enn við lýði þar og plakötin hafa iðulega vakið alþjóðaathygli. Þessi róttæka auglýsingastefna er enn fremur sjaldséð, en fyrri sjálfvirkni ým- issa stórfyrirtækja að auglýsa umhugsunarlaust í sjónvarpi er vís- ast að líða undir lok, alla vega í bili. Á því græðir Netið sennilega að hluta, þó samdráttartímar séu ekki rétti tírninn til að leiða það í ljós. En samdráttartímar eru hins vegar góðir tímar til að leita nýrra leiða, ekki síst ef þær leiða til sparnaðar. Talsmenn Guardian fara ekki í felur með að þeir vildu gjarnan finna leiðir til að hafa af honum frekari tekjur. Það sem heldur aftur af þeim er óttinn við að draga úr notkuninni. Þess vegna leita þeir eins og aðrir að sár- sviðum, sem hægt væri að rukka fyrir. Athygli þeirra beinist að fótboltavef, krossgátum og stjörnuspám og við- búið að þetta komist á næstu mánuðina. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.