Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Veðsetjum norðurljösin! Það var gott hjá Sigurði G. Guðjónssyni, for- stjóra Norðurljósa, að óska eför því við fjár- málaráðherra að fyrirtækið fái ríkisábyrgð á 8 milljarða króna láni til fimmtán ára. Þessi beiðni vakti athygli og umtal. Henni var ætlað það eitt að vekja fólk til umhugsunar um það hve gert er upp á milli fyrirtækja með því að veita deCODE Genetics, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, ríkisábyrgð á 20 milljarða láni vegna uppbyggingar á nýrri fyfjaþróunardeild fyrirtækisins. Sigurður G. benti ennfremur á að helsti keppinautur hans, RUV, væri með ríkisábyrgð á sínum rekstri. Sigurður var vissulega með það á hreinu áður en hann sendi bréfið að því yrði vöðlað saman og hent beint í ruslafötuna. Það er athyglisvert hve margir forkólfar íslensks atvinnulífs kjósa að örlög ríkisábyrgðarinnar á láni deCODE verði þau sömu. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, hefur að vísu sagt að hann hafi ekki óskað eftir ríkisábyrgð- inni, þetta væri mál ríkisstjórnarinnar og Alþingis, og að engum hefði verið stillt upp við vegg. Engu að síður gengur þetta mál út á að þessi starfsemi verði ekki á Islandi nema að til komi ríkisábyrgð! Það sem meira er; lyijaþróun er óvenju- lega áhættusöm atvinnugrein. Hún er eins konar maraþon- hlaup þar sem örfáir komast í mark - og það eftir mörg ár. Þess vegna eru verulegar líkur á að pakkinn falli í öryggisnet íslenskra skattgreiðenda síðar og að réttnefiiið núna sé styrkur en ekki ríkisábyrgð til þessa bandaríska fyrirtækis. Ahættumat á þessari ríkisábyrgð hefur raunar fengið sér- meðferð - eða öllu heldur enga meðferð. Tilgangur deCODE með ríkisábyrgðinni er að spara hundruð milljóna króna á ári í vaxtagreiðslur en vaxtaálag Ijármálafyrirtækja á lán hækkar ævinlega eftir því sem áhættan verður meiri. Hvers vegna? En hvers vegna er ríkisstjórnin að leika sér með eldinn og veita svo umdeilda ríkisábyrgð og fá hvern af öðrum upp á móti ákvörðun sinni, en nýleg könnun Talna- könnunar fyrir vefsvæðið heimur.is sýnir að 75% þjóðarinnar eru á móti ríkisábyrgðinni? Hvað sér ríkis- stjórnin sem þjóðin sér ekki? Færð eru þau rök að um stóriðju framtíðarinnar sé að ræða; hug- vit og vxsindi verði beisluð og afurðin verði gróskumikill lyfjaiðnaður á Islandi framtíðar- innar. Að mati deCODE Genetics mun það kosta 35 milljarða króna að byggja þessa deild upp á Islandi og mun hún veita 300 manns atvinnu. Þar með myndu nær eitt þúsund manns starfa á íslandi á vegum fyrirtækisins, auk þess sem mörg störf í öðrum fyrirtækjum yrðu til í leiðinni. Ætla má að ríkið fengi hátt í 600 milljónir í skatttekjur á ári af þessum 300 störfum og hátt í 1,5 milljarða á ári af þeim þúsund starfs- mönnum sem þá ynnu hjá fyrirtækinu. Allt hljómar þetta svo sem ágætlega. Það er bara eitt að, það á að láta fjárfestana í deCODE um að taka áhættuna. Ekki skattgreiðendur. Stjórn- málamenn verða að fara varlega og hafa það að leiðarljósi að gæta ijár skattgreiðenda, gera ekki upp á milli þegna og fyrir- tækja í landinu og draga úr þátttöku ríkisins í atvinnulífinu. Ut af þessari stefnu á aldrei að hvika! Þeir þora hins vegar að veita deCODE ríkisábyrgðina vegna þess að þeir vita að almenningur er fljótur að gleyma og að hann er innst inni ekki eins mikið á móti afskiptum ríkisins í atvinnulífinu eins og ætla mætti - þótt fólk sé núna augljóslega ekki tilbúið til að gefa deCODE 20 milljarða, falli víxillinn á það! Spá mín er samt sú að eftir nokkrar vikur munu flestir yppta öxlum varð- andi þessa ríkisábyrgð. Kárahnjúkar eru í Reykjavík Á daginn er hins vegar komið að stjórnmálamenn líta svo á Kárahnjúkar íslensks atvinnulífs séu í Vatnsmýrinni í Reykjavík, en ekki norður af Vatnajökli, og nefnast Islensk erfðagreining. Stjórnmálamenn virðast alltaf tilbúnir til að taka áhættu þegar Kárahnjúkar og skattgreiðendur eiga í hlut. Verum áfram stórhuga og veðsetjum næst norðurljósin - þó ekki þau sem Sigurður G. vinnur hjá. Jón G. Hauksson i mmm ^ fi-Jm \^m (áPsHHsS Wl Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrútt Helga Geir Ólafsson Hallgrimur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGRETÐSIA: Borgartúni 23,105 Reykjavik, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: tv@heimur.is ÁSKRIIIARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FTLMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Grafík - Gutenberg hf. LTTGREININGAR: Heimur hf. - ÖIl réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.