Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 51
FRAMLEIÐNI OG LAUN Islendingar latir? Er tuggan um það að Islendingar séu dugn- aðarforkar til vinnu tóm vitleysa? Það ersitt hvað að vera röskur í vinnu og að vinna lengi. / Að minnsta kosti bæta Islendingar sér upp slaka framleiðni með löngum vinnutíma. Landsframleiðsla á vinnutíma er víðast meiri en á Islandi, en landsframleiðsla á mann er hins vegar með pví mesta hérlendis. Eftir Sigurð Jóhannesson Myndir: Geir Ólafsson Greinarhöfundur, Sigurður Jóhannesson hagfræðingur. „íslendingar bæta sér upp slaka framleiðni með löngum vinnutírna." Klukkuna vantaði þrjár mínútur í fimm þegar ég hitti nokkra vinnufélaga mína frammi á gangi, við stimpilklukkuna. Allir voru með stimpilkort á lofti og biðu þess að klukkan yrði fimm. Einn í hópnum ávítaði mig fyrir að sýna ekki sömu þolin- mæði. Nokkuð er um liðið, en atvikið kemur í hugann þegar talið berst að framleiðni. Þessir samviskusömu starfsmenn komu ekki miklu í verk á lokamínútum vinnudags síns. Þeir hefðu varið tímanum betur við skrifborðið eða utan vinnustaðar- ins. Lífskjör þeirra hefðu sennilega batnað. Ef félagarnir hefðu farið fyrr heim hefðu kjörin klárlega lagast, því að lengra frí þýðir betra lif í augum flestra. Og með því að vinna lengur hefðu þeir lagt grunn að hærri launum. Laun fylgja afköstum nefnilega ótrúlega vel (þrátt fyrir augljós frávik). Með hlutaskiptum, bónus og afkomutengdum launum eru tengsl árangurs og launa gerð sýnileg og starfsfólk þannig hvatt til dáða. En jafnvel þar sem ekki er stuðst við „árangurstengt launakerfi“ er sam- band afkasta og umbunar meira en flesta grunar. Oft er það einna helst talið fyrir- tækjum til gildis að þau „skapi atvinnu“. Stjórnmálamenn nota Ijölda starfa sem röksemd fyrir opinberum sfyrkjum. Ekki þarf að horfa lengi á grafið á næstu síðu til þess að átta sig á því að láta þarf af þessum hugsunarhætti. Lárétti ásinn sýnir verga landsframleiðslu í 21 iðnríki og lóðrétti ásinn sýnir meðaltfmakaup verkafólks og iðnaðarmanna í sömu löndum. Samhengi framleiðslu og kaups er augljóst. Ef lífs- kjör eiga að batna þarf að finna leiðir til þess að hafa minna fyrir framleiðslunni. Vinnustundum (störfum) á framleidda einingu þarf að fækka. Samhengi framleiðni og launa hefur verið túlkað á annan hátt en hér hefur verið gert. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa stundum haldið því fram að lág laun standi í vegi hagræðingar hér á landi. Atvinnurekendur þurfi ekki að spara vinnuafl, þvf að það sé svo ódýrt. Vafalaust myndi framleiðni vinnandi manna aukast ef lágmarkslaun hækk- uðu, en á hinn bóginn yrðu líkast til færri störf í boði. Fróðlegt er að sjá hvað Irland og Italía standa framarlega. Erfitt er að slá nokkru föstu um hvað skýrir miklar framfarir í þessum löndum, sem ekki voru talin háþróuð fyrir fáeinum ára- tugum, en freistandi er að rekja þær að hluta til frjálsræðis í við- skiptum og þátttöku landanna í evrópsku efnahagssamstarfi. Irar hafa auk þess laðað til sín erlent fé með lágum sköttum. Kaupmáttur hefur vaxið í þessum löndum, en atvinnuleysi er þó ekki meira en gengur og gerist, þvi að afköst vinnuaflsins hafa aukist jafnmikið eða meira. Einnig kann að koma á óvart að framleiðni skuli ekki vera meiri í Japan, en margir hafa litið þangað í leit að fyrirmjmd. En mesta athygli lesenda vekur sjálfsagt hvað Island er aftarlega. Afköst á hvern vinnutíma eru lítil hér á landi miðað við það sem gerist í iðnríkjum og tímakaup til- tölulega lágt. Þær Evrópuþjóðir sem standa Islendingum næst í framleiðni og kaupmætti eru Spánverjar og Grikkir. Mismiklar Ijárfestingar, ekki síst í menntun, skýra að hluta þann mun sem sjá má á löndunum á myndinni. Sam- kvæmttölum OECD höfðu 56% íslendinga á aldrinum 25-64 ára lokið stúdentsprófi, iðnskólaprófi eða sambærilegri menntun árið 1999. Annars staðar á Norðurlöndum var þetta hlutfall 70-85%. Atvinnuástand kann að eiga hlut að máli. Hér á landi hefur jafnan nóga vinnu verið að fá fyrir Tíminnfrá klukkan 17.00 til 19.00. Eyðirþú honum í vinnunni eða utan vinnustaðarins? Ljóst er að Islendingar afkasta ekki eins miklu og aðrar þjóðir á hverja unna vinnu- stund, en þeir ná uþþ afköstum með lengri vinnutíma. Ef lífskjör eiga að batna þarf að finna leiðir til þess að hafa minna fyrir framleiðslunni. Vinnustundum (störfum) á framleidda einingu þarf að fækka. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.