Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 82
MflRKAÐSMÁL TflLID INN í VERSLflNIR Mynd sem sýnir skráningu færslna í gagnagrunn. Mynd sem sýnir þróun fólksfjölia yfir ákveðin tímabil. Ekki persónugreint „Við erum að vinna að því að þróa bún- aðinn enn frekar þannig að hægt sé að fylgjast með flæði fólks innanhúss. Það skiptir máli varðandi áætlanir og markaðssetningu hvernig umferð fólks er. Hvað er það sem hefur áhrif á flæðið? Stoppar fólk við ákveðnar verslanir eða staði og hversu oft gengur það framhjá ákveðnum stöðum? Er rétt þjónustustig á hverjum stað? Getur verið að starfsfólk vanti í eina deild verslunar á meðan önnur deild er yfir- mönnuð? Með því að skoða umferðina um verslunina eða svæðið sem um er að ræða, er hægt að skipuleggja mun betur reksturinn og ná þannig betri árangri sem leiðir til bættrar þjónustu við viðskiptavini. Rétt er þó að leggja áherslu á að búnaðurinn greinir ekki einstakar persónur á þann hátt að við getum fylgst með þeim heldur koma þær fram sem stakir flekkir í myndgreiningunni. Vaki-DNG vinnur nú hröðum skrefum að þróun þessa búnaðar til að gera stjórnendum fært að tengja saman niðurstöður úr skoð- ana- og ímyndarkönnunum og umferð í ákveðnar verslanir eða fyrirtæki. Nauðsynlegt er að geta séð hversu margir versla eða versla ekki af þeim sem koma í verslanir og svo framvegis. Hvað vitum við um þessa viðskiptavini? „Það að geta með nokkurri nákvæmni sagt til um úr hvaða hverfum fólk kemur, hveijir versla ekki í ákveðnum versl- unum og almennt hvernig umferðin er um svæðið, hefur mikla þýðingu," segir Þórir. „Með því er hægt að bæta umhverfið og breyta því til batnaðar fyrir viðskiptavini en það getur t.d. haft áhrif á leiguverð ákveðinna eininga. Allar upp- lýsingar fara í gagnagrunn sem svo er notaður til úrvinnslu. Það er þekkt að talið sé inn í verslanir og auðvitað hafa kaup- menn árum saman fylgst með ijölda fólks og leitt líkur að því hversu margir versla af þeim sem inn koma. Þó hefur hingað til verið illmögulegt að sjá hversu margir raunverulega versla og hversu margir koma til að skoða eða versla ekki. Stað- reyndin er nefnilega sú að þeim þarf líka að sinna þannig að þeir fáist til að versla. Oft má sjá ástæður þess þegar heildar- myndin er skoðuð. Við vinnum með ýmsum fyrirtækjum, s.s. Landsteinum, IMG og Landmati að upplýsingaöflun og teng- ingu við skoðanakannanir. Þannig sjáum við heildarmynd af hverfum, tekjuskiptingu, ijölskyldumynstur og fleira og það fer allt inn í gagnagrunninn sem við svo vinnum úr. Það er fróðlegt að fylgjast með og sjá t.d. að 13,7% fólks úr Breiðholti komi reglulega í verslunarmiðstöð en aðeins 6,5% úr Vestur- bænum. Þá vakna spurningar um það hvað sé að gerast í Vesturbænum, hvort framboð þar sé svo gott að fólk vilji ekki leita annað? Og svo framvegis. Stjórnendur geta svo tekið ákvarðanir byggðar á þessum upplýsingum." Karl eða kona? Annað sem verið er að vinna að nú er að tæknin geri greinarmun á körlum og konum, þ.e. geti kyn- greint viðkomandi. Þetta er gert með notkun svokallaðra tauganeta sem eru byggð á allflókinni stærðfræði. Einnig verður væntanlega hægt að fá vísbendingar um aldursskipt- ingar eftir flokkum, þ.e. börnum, unglingum og fullorðnum einstaklingum. Ennfremur að hægt sé að segja til um hversu langan tíma fólk er inni í miðstöðinni og þá hvernig hægt er að lengja tímann. Beinar tengingar við greiðslukort eru ekki leyfðar þar sem engar persónugreindar upplýsingar má nota en auðvitað væri það okkur ekki á móti skapi. Þórir segir ýmsa aðila erlendis frá hafa sýnt kerfinu áhuga og hafa haft samband við Vaka-DNG þar sem sambærileg heildarlausn sé ekki til. „Við erum til viðræðna um það og reiknum með að verða tilbúnir um miðbik ársins með að markaðssetja og selja kerfið á erlendum mörkuðum," segir Þórir. „Þetta hefur vakið talsverða athygli og áhuga, enda um sérlega gott markaðstæki að ræða.“ Reynst vel Framkvæmdastjórn Smáralindar er mjög ánægð með búnaðinn frá Vaka-DNG og segir hann skipta sköpum varðandi áætlanir. Veltutenging sé á næsta leyti en ekki komin i gagnið ennþá þó svo allur búnaður fyrir hana sé tilbúinn. „Það er óhætt að segja að þessi búnaður hafi nýst okkur vel,“ segir Kristinn Jóhannesson, tæknistjóri hjá Smáralind. „Þessar upp- lýsingar eru okkur jafnmikilvægar og ijárhagsupplýsingarnar enda er þetta afburðagott mælitæki yfir það sem er að gerast í Smáralind. Hver gestaijöldinn er, hvernig auglýsingaherferðir ganga og hvaða áhrif þær hafa. Þetta segir okkur hvernig við erum að standast áætlanir, hvort við erum að dragast aftur úr eða hvort við erum komin á undan. Við getum þannig brugðist mjög hratt við öllu sem gerist.“ BH 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.