Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 95
FERÐALÖG HEflRTSKflSTflLINN
Margir muna eftir því þegar sonardóttur Hearst, Patty, var rænt
fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún gekk svo í lið með ræningj-
unum og hjálpaði þeim við bankarán. En það hefur hún löngu
setið af sér og geta gestir nú heyrt hana tala á kynningarmynd-
bandi um kastalann. Allt eykur þetta á óraunveruleikann við að
koma í þessa miklu byggingu.
Fjarri mannabústöðum Hearstkastalinn er nærri litlu þorpi, San
Simeon, sem er nánast miðja vegu milli stórborganna Los
Angeles og San Francisco, liklega um tjögurra tíma akstur frá
hvorri um sig. Þegar komið er norðan að er ekið um afar fallega
strandlengju sem innlendir nefna Big Sur. Vegurinn er
hlykkjóttur, en það er vel þess virði að slá af hraðanum og virða
fyrir sér náttúruna. Syðst á þessari leið eru víkur þar sem risa-
stórir rostungar skríða á land í stórum hópum. En taki menn
augun af risaskepnunum og snúi sér við kemur í ljós takmarkið
sjálft, kastalinn mikli nemur við himinn uppi á hæð. Enn í dag er
langt til alls skarkala borgarinnar frá höllinni miklu. Hearst var
hins vegar ekki að leita að friðsæld, nema þá að hluta til, því um
leið og mannvirkin miklu fóru að taka á sig mynd fyllti blaða-
kóngurinn þau af lífi. A þessum árum var hann líka í kvikmjmda-
gerð og stjörnur höfðu mikinn áhuga á því að gista í höllinni. Og
ekki hafa þau orðið fyrir vonbrigðum. Fyrst hafa þau orðið að
fara upp hlíðina eftir kræklóttum vegi sem nú er lokaður allri
umferð nema rútum sem flytja gesti úr móttökustöð við hlíðar-
fótinn. Sem góður gestgjafi vildi Hearst ekki að mönnum leidd-
ist á leiðinni og útbjó dýragarð þar sem sumar tegundir gengu
lausar í skóginum meðan aðrar voru á lokuðum svæðum.
AUt í kringum byggingarnar eru stór hellulögð svæði, skrejft
höggmyndum sem Hearst safnaði á ferðum sínum um Evrópu.
Þótt búið væri að ganga frá einhveiju hikaði hann ekki við að láta
taka það upp aftur ef hann taldi að hægt væri að gera betur. Eitt
af þvi sem vekur mesta hrifningu gesta er útisundlaugin sem tvf-
vegis varð að stækka til þess að ná réttu útliti. Við hlið hennar er
veggur sem er eins og framhlið á grísku hofi. Þar var að kröfu He-
arsts sett stytta í þríhyrninginn á toppnum. Fundin var gömul
grísk stytta sem reyndist hins vegar ekki passa. I stað þess að
finna nýja var handleggurinn brotinn af henni og styttur til þess
að höggmyndin passaði.
í gestaherbergjum var aðbúnaður eins og best varð á kosið á
þeim tímum þó að heldur virðist þau orðin lúin og gamaldags í
dag. Öll eru þau skreytt listaverkum og antík húsgögnum, hvert
í sínum stíl. Gestirnir voru ekki af lakara taginu; listamenn,
stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar. Meðal gesta voru Bob Hope
og Bernard Shaw, Winston Churchill og Charlie Chaplin. Clark
Gable kom meira en 40 sinnum í heimsókn og gisti aldrei í sama
herberginu tvisvar. Leiðsögumaðurinn taldi þó útilokað að fá að
gista þarna núna, það hefði síðast verið boðið upp á það þegar
Ronald Reagan hefði tekið á móti erlendum þjóðarleiðtoga fyrir
15 árum eða svo.
Og gestunum þurfti ekki að leiðast í heimsókninni. A daginn
gátu þeir leikið golf, spilað tennis eða farið á hestum um skóg-
ana. Þeim sem ekki fannst þetta nægilegt úrval af skemmtun var
Margir muna eftir því þegar sonardóttur
Hearst, Patty, var rænt fyrir rúmum aldar-
fjórðungi. Hún gekk svo í lið með ræningj-
unum og hjálpaði þeim við bankarán.
Listaverk og antík húsgögn, hvert í sínum stíl, einkenna híbýlin í Hearst-
kastalanum.
Eitt afþví sem vekur mesta hrifningu gesta er útisundlaugin sem tvívegis
varð að stœkka til þess að hægt væri að ná réttu útliti.
flogið með einkavélum að Tahovatni eða annað sem hugurinn
girntist. Eina skilyrðið var að allir væru komnir heim fyrir kvöld-
mat. Svo var boðið upp á drykk í stórum sal sem skreyttur er á
alla lund með listaverkum. Meðal annars eru í hornunum tjór-
um veggmyndir eftir Albert Thorvaldsen. Eftir drykkinn var
farið um „leynidyr" inn í matsal en þar sátu gestirnir við lang-
borð að hætti víkinga. Gestum var skipað til borð annars vegar
eftir þvi hve lengi þeir höfðu verið í höllinni og hins vegar í hve
miklum metum þeir voru hjá gestgjafanum. Sumii- þurftu alltaf
að hírast úti á enda.
Eftir matinn var hægt að stíga dans, fara í bíó, en í kvik-
myndasalnum var yfirleitt boðið upp á myndir með ástkonu
Hearst, Marion Davies. Sumir spiluðu knattborðsleik eða tefldu,
en pör laumuðust jafrivel inn í innisundlaugina svo lítið bar á.
Enn þann dag í dag er stundum hægt að fá að fara í höllina að
kvöldi til þess að skoða hana og njóta skemmtunar.
Smekkur er umdeilanlegur og margir telja eflaust að Hearst
hafi hrúgað saman listaverkum af miklu smekkleysi. Það verður
þó ekki um það deilt að hann hefur haft næmt auga fyrir fallegum
hlutum og með arkitekt sínum Júlíu Morgan hefur hann skapað
ótrúlegan minnisvarða um sjálfan sig og ríkidæmi sitt.
Hearst lést árið 1951 og sex árum síðar var ákveðið að opna
kastalann fyrir almenningi. Þeir sem vilja fá innsýn í ótrúlega
auðlegð útgefandans og kvikmyndajöfursins ættu að leggja
lykkju á leið sína í Kaliforníu til þess að fara í kastalann. Aðsókn
er þó svo mikil að öruggast er að panta miða fyrirfram. Ferðin
er vel þess virði. SH
95