Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 74
Eiríkur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri, Perla M. Jónsdóttir skrifstofustjóri, Morten Bauer Jacobsen sérfræðingur og Hákon Farestveit, deildar-
stjóri tæknideildar. Mynd: Geir Ólafsson
■ I
ryggisnet ehf. var stofnað í janúar 2001 af Einar Farestveit
& Co hf. þegar ákveðið var að stofnsetja sérstakt fyrirtæki
um rekstur öryggisdeildar fyrirtækisins vegna aukinna
umsvifa deildarinnar. Þann 1. ágúst 2001 var fyrirtækið aðskilið
frá rekstrinum í Borgartúni og hóf starfsemi að Lónsbraut 2 í
Hafnarfirði.
Fastir starfsmenn eru fimm og þeim til halds og traust eru
flórir tæknimenn sem vinna að uppsetningu á öryggis- og
myndavélakerfum. Öryggisnet sá um uppsetningu á stærsta
eftírlitskerfi á Norðurlöndum þar sem eingöngu eru notaðir ljós-
leiðarar til flutnings á myndmerki og stjórnmerkjum fyrir stýran-
legar myndavélar, í Smáralind í Kópavogi, þar sem notast er við
nýjustu tækni á þessu sviði. Kerfi þetta er stærsta eftirlitskerfi
sinnar tegundar sem sett hefur verið upp á íslandi til þessa.
„Hjá fyrirtæki í öryggistækni er nauðsynlegt að halda vel
utan um allar upplýsingar og fylgjast með nýjungum," segir
framkvæmdastjóri Öryggisnets ehf., Eiríkur Þorbjörnsson raf-
magnstæknifræðingur en hann var áður framkvæmdastjóri
Neyðarlínunnar hf. „Meðal viðskiptaðila okkar erlendis eru leið-
andi fyrirtæki á borð við Elbex, Hitachi, Dayton og fleiri. Við
getum í raun boðið allshetjareftirlit og öryggi, sama hvaða nafni
það nefnist. Sem dæmi má nefna vöruverndarkerfi, eldvarnar-
kerfi, myndavélakerfi, stafræn upptökukerfi, þjófavörn fyrir
fartölvur og annan búnað, ljósleiðarabúnað, sendi- og mótttöku-
búnað, myndflutningsbúnað og fleira."
Netið Otj vírusar Öryggisnet býður einnig öfluga vírusvöktun
og eru sterk varnarviðbrögð viðhöfð ef vart verður við vírusa.
„Við erum með 24 tíma símaþjónustu,“ segir Eiríkur. „Ef vírus
kemur upp sendum við sjállvirk SMS-skilaboð og tölvupóst tíl
viðskiptavina, en það telst gul viðvörun. Rauð viðvörun er aftur
á móti í því falin að allt að 25 starfsmenn fyrirtækisins fá tölvu-
póst með viðvörun og fax er einnig sent tíl frekara öryggis.
Síðan veitum við aðgang að dönskum gagnagrunni - Virus 112 -
um tölvuvírusa og vírusvarnir og bjóðum aðstoð símleiðis til að
fjarlægja veiruna ef með þarf. Fyrir utan þessa þjónustu erum
við með greindarsíun á netnotkun þar sem aðgangur er valinn
og honum stýrt án þess að það hafi áhrif á aðgang starfsmanna
að mikilvægum upplýsingum. Þessi greindarsíun ber kennsl á
efnisflokka s.s. íþróttir og áhættuspil, innkaup, starfsleit, klám,
streymi hljóðs og mjmda og þar fram eftír götunum en ber
einnig kennsl á samskiptaaðila fyrirtækisins.
Eiríkur segir þennan markað vaxandi þar sem æ fleiri fyrir-
tæki, stofnanir og heimili þurfi einhvers konar öryggisgæslu
með. „Við munum eftír sem áður kappkosta að þjóna viðskipta-
vinum okkar sem best og vera leiðandi fyrirtæki á sviði öryggis-
mála. Stefnan er að flytja inn búnað sem stenst ströngustu kröfur
markaðarins." S9
„Við erum með 24 tíma símaþjónustu,“ segir
Eiríkur. „Ef vírus kemur upp sendum við
sjálfvirk SMS-skilaboð og tölvupóst til við-
skiptavina, en það telst gul viðvörun.“
Bjóða allsherjar öryggi
74