Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 72
Guðmundur Arason, framkvœmdastjóri Securitas hf., fyrir framan nýjustu tegundir myndavélakerfa.
„Við bjóðum upp á
margskonar búnað til
að verja fyrirtæki
gegn þjófnaði og inn-
brotum, s.s. inn-
brotsviðvörunarkerfi,
myndavélakerfi og
aðgangsstýrikerfi,"
segir Guðmundur
Arason, framkvæmda-
stjóri Securitas.
Tæknibúnaður
og öryggisgæsla
M:
Iyndavélar, innbrotsviðvörunar-
kerfi og aðgangsstýrikerfi eru
ekki jafn sýnileg en þó stór hluti
og vaxandi í starfsemi Securitas. „Við
bjóðum upp á margskonar búnað til að
veija fyrirtæki gegn þjófnaði og inn-
brotum, s.s. innbrotsviðvörunarkerfi,
myndavélakerfi og aðgangsstýrikerfi"
segir Guðmundur Arason, fram-
kvæmdastjóri Securitas. „Nútíma öryggiskerfi eru sambyggð
innbrota- og aðgangsstýrikerfi sem byggð eru upp með sérstök-
um persónuskilríkjum - í laginu likt og krítarkort. A kortinu er
mynd af viðkomandi starfsmanni og sérstakur innbyggður bún-
aður til að hleypa honum inn á þau svæði hússins þar sem hann
hefur leyfi til að fara. Hægt er að skipta húsinu í sérstök svæði,
þannig að einungis þeir sem eiga þangað erindi geti farið þar inn.
Sem dæmi er hægt að stilla kerfið þannig að einn starfsmaður
hafi einungis aðgang að anddyri, skrifstofuálmu og mötuneyti
en annar starfsmaður hafi aðgang að anddyri, tölvusal
og lagerum.
Securitas hefur staðið að þróun hér á Islandi og
erlendis á samþættingu öryggiskerfa og
smartkortalausna. Gerir þetta það
að verkum, að eitt kort getur
virkað fyrir aðgang að húsinu
og t.d. sem rafeyrir, sem mikið
hefur verið rætt um í bankageir-
anum,“ segir Guðmundur.
„Þjólhaðir geta verið bæði af
hendi starfsmanna og utanaðkom-
andi en myndavélakerfi sem notuð
eru nú eru þannig að auðvelt er að
skoða hvað gerst hefur. Aðeins eru
Öryggisfyrirtœkið Securitas þekkja
flestir ogþá mest afeinkennis-
klæddum vörðum, merktum bílum
og öðrum sýnilegum einkennum.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
geymdar hreyfimyndir þannig að
diskurinn eða spólan er ekki uppfuH af
dauðum myndum sem langan tíma
tekur að skoða.“
Hægt að bæta við búnaði innbrotsvið-
vörunarkerfi Securitas er hægt að
tengja við nánast aUan viðvörunarbúnað
sem hægt er að hugsa sér. „Það var
nokkuð algengt um tíma og er reyndar enn að myndvörpum og
fartölvum sé stoUð en við leysum það þannig að myndvarpar og
fartölvur eru tengd við innbrotsviðvörunarkerfi hússins. Ef
myndvarpar eru hreyfðir úr stað eða fartölvur eru teknar í heim-
ildarleysi koma boð um það til stjórnstöðvar og bjöllur fara í
gang,“ segir Guðmundur. „Þessi búnaður er ódýr lausn sem
hægt er að bæta inn í þann búnað sem fyrir er, en það fer vaxandi
að bætt er inn í kerfin slíkum búnaði. Stór hluti af öryggmu er svo
að kerfið er tengt við stjórnstöð okkar sem
staðsett er á Neyðariínunni.
Stærri fyrirtæki og stofnanir veija sig nú
til dags í meira mæU með mannaðri öryggis-
gæslu, þar sem öryggisvörður frá Securitas
er staðsettur í húsinu og hefur glöggt eftir-
lit með aUri umgengni um húsið. Þar sem
öryggismáUn eru tekin föstum tökum er
blandað saman háþróuðum tæknibúnaði
og vökulu auga mannsins til að verja
starfsmenn, húsnæði og búnað fyrir-
tækjanna.“ Slj
Fartölvur eru tengdar við öryggiskerfi hússins með
einfdldum hætti, þannig að ekki er hœgt að taka slíka
hluti án þess að öryggiskerfi fari í gang.
72