Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 28
OVENJULEG ÁTÖK fl DAGBLAÐAMARKAÐI
Þótt nokkrir afstærstu fjölmiólum landsins eigi á
brattann að sækja beinast flestra augu að lífróðri
feðganna í Frjálsri fjölmiðlun, Sveins R. Eyjólfs-
sonar og sonar hans, Eyjóljs, og hinu mikla hatri
sem rikir á milli þeirra og núverandi eigenda DV.
Fréttablaðið er vonarneisti Frjálsrarfjölmiðlunar -
en óvíst erhvortþað dugi til að bjarga fjárhags-
vandræðum feðganna.
Fréttaskýring eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Lffið er hverfult! Hver hefði trúað því að Jónas Kristjánsson rit-
stjóri yrði ekki eilífur á DV og að ijölmiðlakóngurinn Sveinn
R. Eyjólfsson og sonur hans Eyjólfur ættu eftír að róa mikinn
lífróður með félag sitt, Frjálsa fjölmiðlun, sem og önnur félög sem
þeir eiga? Enginn! Og hvað þá að þeir feðgar kæmu sér í slika
skuldastöðu í bönkunum að þeir yrðu að selja DV og myndu um
leið heíja grimmilega baráttu með Fréttablaðinu við sinn gamla
íjölmiðil þar sem einskis er freistað til að koma höggi á hann? Það
er ekki á hveijum degi sem viðskiptalffið verður vitni að átökum
af þessu tagi þar sem einhver selur öðrum fyrii'tæki á hundruð
milljóna króna og byrjar svo að keppa við það sem aldrei fyrr. En
svona er blaðamarkaðurinn á Islandi í dag!
Lifir Fréttablaðið af? Hvort Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis
í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og náð hefur að festa sig vel í
sessi á meðal lesenda, lifir af vegna tapreksturs og skulda skal
ósagt látíð. Margir trúa því ekki að þetta viðskiptamódel gangi
upp; það að hafa enga áskrifendur og verða einungis að lifa á aug-
lýsingatekjum. Fréttablaðinu hefur verið spáð andláti frá fyrsta
degi - en síðan er liðið eitt ár! Það versta sem gæti hent keppi-
nauta Fréttablaðsins á dagblaðamarkaðnum, DV og Morgun-
blaðið, væri að einhver íjársterkur kæmi inn í Fréttablaðið og
keypti það. Hvort það gæti forðað Fijálsri tjölmiðlun frá gjaldþroti
er óvíst, en bankarnir myndu þó anda eitthvað léttar. Auk DV
hafa feðgarnir selt hlut sinn í Islandsbanka og fór það allt upp í
skuldir, en Eyjólfur var varaformaður bankaráðs Islandsbanka til
skamms tíma. Þeir misstu 5% hlut sinn, þ.e. hlut
Oháða tjárfestingarsjóðsins, í Islenskum
aðalverktökum til Kaupþings og er
óvíst hvort takist að forða
sjóðnum frá gjaldþroti
Lífróð
því Kaupþing mun íhuga að ganga fram af hörku gagnvart
honum. Þá gekk Landsbankinn að bréfum þeirra í Haraldi Böðv-
arssyni að handveði og setti afganginn í innheimtu. Landsbank-
inn hefur sömuleiðis tekið Hampiðjuhúsið gamla upp í skuldir.
Vanskil Isafoldarprentsmiðju eru veruleg, m.a. annars gagnvart
þeim sem hefur leigt þeim húsnæðið. Þá hafa þeir misst DV út úr
gamla DV-húsinu í Þverholtí og er talið líklegast að Fréttablaðið
fari þar inn á næstunni. DV flutti á dögunum í gamla Tónabæjar-
húsið við Skaftahlíðina og vill með því losna við ímynd þeirra
feðga sem tengist húsinu í Þverholtí.
Víða vandræði á fjölmiðlamarkaði Það er fyrst og fremst vegna
þess hve þekktir feðgarnir eru að vandræði þeirra eru eitt helsta
umræðuefnið í viðskiptalffinu um þessar mundir. Því fer þó ijarri
að þeir séu einir í vanda á tjölmiðlamarkaðnum. Norðurljós og
SkjárEinn beijast fyrir tilveru sinni, RUV er rekið með bullandi
tapi á kostnað skattborgara, DV siglir langt í frá lygnan sjó, Edda
-margmiðlun leitar að bjargvætti og síðasta ár var útgáfufélaginu
Fróða ekki hagstætt. Risinn á markaðnum, Morgunblaðið, er tjár-
hagslega afar sterkur, en tekjur hans og hagnaður hafa engu að
síður dregist saman. Fréttablaðið hefur augljóslega gert Morg-
unblaðinu og DV mikinn grikk með undirboðum á auglýsinga-
markaðnum og sömuleiðis höggvið skarð í áskrifendahóp þeirra.
Sömu sögu má segja um SkjáEinn gagnvart Norðurljósum. Svo
veikburða er SkjárEinn og framtíð hans óviss að það hljómar eins
og síðbúið aprilgabb að lesa um það að Jjárvana eigendur hans
vilji komast yfir Stöð 2 og Sýn og að fúlltrúar hans hafi farið til
London til að ræða við lánadrottna Norðurljósa. Einhver hefði
haldið að það yrði á hinn veginn - eða þá jafnvel að bankarnir létu
pússa stöðvarnar saman. Það er augljóst að auglýsingatekjur
SkjáEins er einmitt sú flárhæð sem Norðurljós vantar inn í
rekstur sinn til að geta staðið í skilum við lánadrottna. Einhver
gæti dregið þá ályktun af ferð SkjáEins-manna tíl London
að einhveijir stórflárfestar biðu í startholunum
og vildu koma að dæminu, þ.e. ef stöðv-
arnar yrðu sameinaðar; að það
sé viðskiptahugmyndin.
Otrúlega slæm skuldastaða
feðganna í Frjálsri fjölmiðlun, sem gefur út Frétta-
blaðið, skyggir á flest annað á markaði fjölmiðla um þessar mundir
og er þó af ýmsu að taka. Útlitið er svart fyrir þá. Skylmingum þeirra með Fréttablaðið
er hins vegar ekki enn lokið og takast þeir ekki síst á við sinn gamla fjölmiðil, DV.
28