Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 98
Elísabet Valgeirsdóttir, eigandi Blómaverkstœðis Betu. „Eg þóttist geta bjargað mér ágætlega í dönsku þegar ég kom út, hafði alltaflesið dönsku blöðin, en þegar námið hófst kom í Ijós að það var dálítið annað að vera í skóla og þurfa að skilja allt sem kennararnir sögðu. Mér brá til að byrja með,“ segir Elísabet Valgeirsdóttir, sem fyrir átta árum skellti sér í nám erlendis og hófeigin rekstur fljótlega uþþ úrþví. Elísabet Valgeirsdóttir, Blómaverkstæði Betu Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur W Eg hef alla tíð verið áhuga- söm um margt og verið dugleg að sækja nám- skeið. Eg er fljót að stökkva á spennandi hluti. Eg var heima- vinnandi húsmóðir í tíu ár, fór svo út á vinnumarkaðinn. Arið 1980 hóf ég störf hjá Sparisjóði Hafnarijarðar og þar starfaði ég í 15 ár. Eg þótti voguð að skella mér tæplega 54 ára gömul í nám til Danmerkur. Eg þóttíst geta bjargað mér ágætlega í dönsku þegar ég kom út, hafði alltaf lesið dönsku blöðin, en þegar nám- ið hófst kom í ljós að það var dálítið annað að vera í skóla og þurfa að skilja allt sem kennar- arnir sögðu. Mér brá til að byija með en það kom fljótt,“ segir Elisabet Valgeirsdóttir, 62 ára blómaskreytir og eig- andi Blómaverkstæðis Betu í Hafliarfirði. Námið var ijölbreytilegt; blómaskreytingar, líffæra- fræði plantna, pottaplöntu- fræði, tækni til að geta raðað saman í blómvendi, skreyt- ingar, útfarar- og brúðar- skreytingar. „Það er ákveðin hugmyndafræði á bak við þetta allt. Blómaskreytingar má flokka sem listgrein. Maður getur oft spilað af fingrum fram en hendir ekki bara blómaskreytingunni hugsunarlaust yfir borðið,“ segir Elísabet. Hún hafði ekki verið mik- il blómakona áður en námið hófst og hafði reyndar aldrei unnið í blómabúð. Hún fór á vikunámskeið í Hollandi áður en hún ákvað að sækja um í Danmörku. Eftir að náminu lauk fór hún svo í mánaðarlangt starfsnám til Hollands. Hún var því í hálft ár að heiman. Þegar hún kom heim aftur tók hún upp þráðinn hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar en auðvitað vildi hún starfa við fagið svo að hún fór í hlutastarf í Blóma- vali í febrúar 1995. Þar starf- aði hún í tvö ár og önnur tvö ár við blómaverslun á Eiðis- torgi. Þá bauðst henni til kaups pínulítil blómaverslun við Reykjavíkurveg. „Eg gekk ekkert endilega með þann draum í maganum að vera með eigin verslun en fannst líka að maður gæti kannski notið sín best ef maður væri sinn eigin herra svo að ég keypti blómaversl- unina Fjóluna í september 1999 og skipti um nafn á henni. Mér fannst „verk- stæði“ gefa til kynna að þar væri verið að vinna. Mér hafði alltaf fundist viðkunn- anlegt að tengja svona verslun við eigandann. Amma mín hafði verið kaup- kona til margra ára með upp- eldissystur sinni. Hennar verslun hét Verslun Elísa- betar Böðvarsdóttur en gekk undir nafninu Siggu og Betu búð þannig að mér fannst ég heiðra minningu hennar með því að kenna mína verslun við Betu-nafnið. Ég rak þessa verslun fram í febrúar á þessu ári. I janúar datt ég niður á húsnæði í næsta nágrenni og þar gat ég haft lítið, sætt kaffihús í blómabúð." Elísabet hefur nú rekið verslun sína í nokkra mán- uði. Mig hafði dreymt um það í gamla daga að búa til eplaskífur og bjóða upp á en nú er ég jafnvel að velta fyrir mér að vera með vöfflukaffi, ég er líka með heita súpu í hádeginu og svo er hug- mynd uppi um að bjóða síðar upp á heilsufræði. Viðskiptin í kaffihúsinu eru stöðugt að aukast," segir Elísabet. SH 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.