Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 93
VÍNUIVIFJÖLLUN SIGMflRS B. vinsæll. Þarna má fá góð frönsk vín og vín vlða annars staðar úr heiminum. Juveniles 47 Rue de Richelieu, sími 42 97 4649, er með vinsæl- ustu vínbörum Parísarborgar. Þetta er mjög franskur staður og sérlega fallegur. Starfsfólkið er þó allt enskumælandi og fræðir gestina gjarnan um vínin. L’Ecluse er keðja vínbara sem nokkrir frægir matreiðslu- menn í París eiga. Ekki er mikið úrval vína í boði á þessum stöðum en á þeim er hægt að fá glas af frönskum vínum í háum gæðaflokki, einkum frá Bordeaux. Meðal góðra staða í L’Ecluse eru: L’Ecluse Bastille 13 Rue de Roquette, sími 48 05 1912. Þá er L’Ecluse 15 Place de la Madeleine, sími 42 65 3469, mjög miðsvæðis. A þessum stöðum sem nefndir hafa verið er hægt að fá einfaldar en góðar máltíðir á sanngjörnu verði, en vissara er að panta borð. Vínbúðir otj aðrar áhugaverðar verslanir Hér koma heimilisföng á nokkrum áhugaverðum vínbúðum í París: Le Repaire de Bacchus 12 Rue Rambuteau Ma Boutique 1 Rue d'Armaille Le Comptoir du Terroir 5 Rue Etienne Marcel Þá er rétt að geta þess að öll hverfi Parísar hafa sinn markað og oftast eru markaðirnir einhverja ákveðna daga vikunnar. A sunnudögum er stór og skemmtilegur markaður rétt fyrir ofan Bastillutorgið. Þar selja nokkrir vínframleiðendur afurðir sínar, oftast á mjög hagstæðu verði. Einn þeirra er Jean Paul Ruet sem er vínframleiðandi í Beaujolais. Vínin frá Ruet eru einstaklega fersk, bragðmikil með ljúfu þrúgu- og ávaxtabragði. Sem kunnugt er passa góðir ostar og vín vel saman. Það er því kjörið að kaupa nokkra osta og taka með heim. Góð ostabúð í París er Le Ferme Saint Hubert 21 Rue Vignon fl meðan Við biðum... Á meðan við bíðum eftir að komast til Parísar er um að gera að fá sér ílösku af góðu frönsku vini og skipuleggja Parísarferðina. Meðal góðra franskra vína á sann- gjörnu verði er Fleurie G. Duboeuf á 1.280 krónur. Þetta er ein- staklega indælt Beaujolais vín, þægilega kryddað og ilmríkt og frábært að drekka eitt og sér á fögru vorkvöldi. Bourgogne vínið Bouchard Aine Mercurey á 1.690 krónur er létt og ljúft vin með mikinn þokka. Rhonar vínið frá Paul Jaboulet Crozes Hermitage les Jalet á 1.590 krónur er kraftmikið og öflugt vín sem er frábært með glóðarsteiktu lambakjöti. Alsace-hvítvínið Tokay Pinot Gris Vendange Tradive á 3.523 krónur er stórkostlegt vín - vissulega ekki ódýrt en hver dropi er þó peninganna virði. Bragðið er hálfsætt ávaxta- og þrúgubragð með mildu kryddbragði, vinið er smjörkennt á bragðið með mikla fyllingu og af vininu er ljúf blómaangan. Frábært vín eftír hressilegan göngutúr í Heiðmörk- inni eða annars staðar úti í náttúrunni þar sem náttúran er að vakna af dvala vetrarins. GÓð ráð Þegar til Parísar er komið ættu allir að kaupa litla bók sem í eru kort af París, eitt eða fleiri kort af hverju hverfi. Bókin Frönsk vín og vorkomunni fagnað. heitir Plan du Paris. Þá er nauðsynlegt að kaupa bækling sem heitir Pariscope, en þar er að finna mikið magn upplýsinga um það sem um er að vera í París auk upplýsinga um ýmislegt ann- að sem áhugavert er að vita um París. Þegar lent er í París er ódýrast, fljótlegast og þægilegast að taka svokallaðan Roissybus inn til borgarinnar. Að lokum er rétt að rifja upp orð skáldsins sem sagði: „Þeim sem leiðist í París leiðist lífið.“ S3 Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum frönskum vínum Hvítvín Tokay Pinot Gris Vendange Tradive á 3.523 krónur Rauðvín Fleurie G. Duboeuf á 1.280 krónur Bouchard Aine Mercurey á 1.690 krónur Crozes-Hermitage les Jalet á 1.590 krónur 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.