Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 43

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 43
IVIATVÖRUVERSLUN FJflRÐARKflUP Enn að vaxa. „I þessi 30 ár, sem við höfum rekið Fjarðarkaup, höfum við séð fyrirtæki allt í kringum okkur vaxa eins og blöðrur, sem stíft er blásið í svo að þær springa. Þessi fyrirtæki hafa haft svo miklar áhyggjur af því að vaxa að þau hafa ekki ráðið við það. Það hefur verið hluti af okkar gæfu að fyrirtækið er enn að vaxa innan frá.“ Fjarðarkaup hafa átt kost á því að ganga inn í innkaupafélög, sem hafa verið stofnuð undanfarin ár, en haldið sig fyrir utan þau. Sveinn segir að þar sé bara enn einn milliliðurinn á ferð. „Þó við séum litlir þá erum við það stórir að við getum keypt inn í hagstæðum einingum. Við höfum átt afskaplega gott sam- starf við okkar birgja. Við höfum aldrei farið út í beinan inn- flutning sjálfir þó að við höfum fengið ýmis tilboð og jafnvel séð pappíra sem sýna fram á lægra verð. Þegar búið er að reikna dæmið til enda hefur það ekki verið neitt hagstæðara íyrir okkur. Innflutningi fylgir mikill kostnaður og umsýslan þannig að við höfum alltaf reynt að halda í einfaldleikann og láta aðra um innflutninginn. Það er ekki flóknara en það.“ - Hafa menn verið að bera víurnar í ykkur? „Ekki undanfarið en það hefur verið gert. Við höfum fengið til- boð í þetta fýrirtæki frá þeim fýrirtækjum sem eftir eru á mark- aðinum en höfum ekki tekið slíku tilboði ennþá. Við höfum haft góðan meðbyr. Reksturinn hefur gengið mjög vel,“ svarar hann. Haustið 1999 gerði Kaupás kauptilboð í Fjarðarkaup, sem frægt varð því að Kaupás lýsti yfir vilja til að opna verslun í næsta nágrenni við Fjarðarkaup ef ekki yrði af kaupunum. Tilboðinu var snarlega hafnað. „Við héldum bara okkar striki. En þessu fýlgdi ótrúleg samkennd hjá fólki og við fengum stuðningsyfir- lýsingar í þúsundavís frá okkar viðskiptavinum,“ segir hann. Erum enn að vaxa Margir hljóta að velta fýrir sér hvort ekki er á döfinni að opna útibú frá Fjarðarkaupum. Sveinn segir svo ekki vera. „I þessi árum var svo opnuð sjálfsgreiðslubensínstöð í samvinnu við ÓB á lóð Fjarðarkaupa en sums staðar erlendis hefur tíðkast að tvinna saman stórmarkað og sjálfsafgreiðslu í bensíninu. Bensínsalan hefur alla tíð verið helmingi meiri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. „Skemmtileg við- bót hér á svæðinu því að hingað kemur fólk alls staðar að, bæði til að kaupa bensín og til að fara í búðina,“ segir Sveinn. Eignarhaldið á Fjarðarkaupum hefur breyst með árunum. Fyrir 10 árum keyptu Sigurbergur Sveinsson og fjölskylda hlut Bjarna Blomsterberg og fiölskyldu hans. Sigurbergur er forstjóri fyrirtækisins og starfa eiginkona hans, Ingibjörg Gísladóttir, og synir þeirra, Sveinn og Gísli Þór, við fyrirtækið. Starfsmenn eru tæplega 100 talsins, margir þeirra í hlutastörfum. Mikill mannauður er í fyrir- tækinu því að um 30 starfsmenn hafa verið hjá fýrirtækinu í tíu ár eða lengur, „stelpur og strákar á öllum aldri,“ eins og hann segir. „Við höfum skemmtilegt fólk hér í vinnu. Titlar hafa ekki verið í hávegum hafðir hérna en það má segja að hér séu um 80 verslunarstjórar þvi að hér er fullt af fólki sem getur veitt upplýsingar og þjónustu. Hér hefur vald- dreifingin alltaf verið sterk,“ segir hann. 35 30 ár, sem við höfum rekið Fjarðarkaup, höfum við séð fýrir- tæki allt í kringum okkur vaxa eins og blöðrur, sem stíft er blásið í svo að þær springa. Þessi fýrirtæki hafa haft svo miklar áhyggjur af þvf að vaxa að þau hafa ekki ráðið við það. Það hefur verið hluti af okkar gæfu að við erum að vaxa ennþá þó að ekki sé það í hundruðum eða þúsundum milljóna króna. Það er alltaf ákveðin framþróun. Við hugsum vel um það sem við erum að gera og gerum bara betur ef þörf krefur. Það er okkar markmið að halda okkur hér á þessu svæði og ekki förum við að taka af viðskiptavinum þennan bíltúr hingað, það hlýtur alltaf að vera skemmtilegt að koma í Fjörðinn að versla,“ segir hann glettnislega. „Við finnum fyrir því að hér verða mannamót þegar fólk verslar á föstudögum og laugar- dögum. Fólk, sem ekki hefur sést lengi, hittist og riflar upp gömul kynni. Það er hluti af ferð í Fjarðarkaup, fólk hittist og spjallar saman. “ - Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Fjarðarkaupa? „Ég sé hana fýrir mér hér á þessum stað í þessari sömu eigu,“ svarar hann. [ffl 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.