Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 58
IVlflRKflÐSWflL GflGNVIRKflR flUGLYSINGAR Þú færð auglýsingu Plúsinn er gagnvirkur auglýsinga- miðill þar sem viðtakandi fær að eigin ósk sendar til sín myndrænar og gagnvirkar auglýsingar í tölvupósti til skrárðra félaga. Auglýsandinn fær á örskömmum tíma mikilvægar upplýs- ingar um áhuga, eftirtekt og síðast en ekki síst skilning á skilaboðunum sem hann er að senda frá sér. Þad er langur vegur frá lítt áber- andi og hógværum dagblaðsaug- lýsingum fyrri tíma til þess að fá sendar persónugerðar og sér- hæfðar auglýsingar í tölvupósti. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson Greinir upplýsingarnar Plúsinn er í stuttu máli byggður upp á þvi að fólk skráir nafn sitt og ýmsar upplýs- ingar á netsíðu www.plus.is og samþykkir að það fái sendar til sín gagnvirkar auglýsingar og hversu oft. Fyrir að bregðast við aug- lýsingunni er einn Plúsfélagi dreginn út af handahófi eftir hveija sendingu og greidd ákveðin upphæð. Greindar eru upplýsingar sem nýtast til að flokka þá sem svara eftir kyni, aldri og hjú- skaparstöðu og einnig eftir áhugamálum, menntun og búsetu. Þessar upplýsingar standa auglýsandanum til boða og veita honum nánari hugmyndir um viðtökur skilaboðanna sem hann er að senda tfá sér. „Úrvalið í miðlun auglýsinga hefur aukist, á því er ekki nokkur vafi, sífellt fá auglýsendur fleiri valmöguleika tíl að nálgast viðskiptavini sína,“ segir Astþór Jóhannsson sem stendur að hinu nýja fyrirtæki ásamt Birni Brynjólti Björnssyni og fleirum sem hafa langa reynslu af starfi við markaðsmál og framleiðslu auglýsinga. Plúsinn hefur aðsetur í Klakinu hjá Nýheija í Borgartúni og í samvinnu við Nýherja er hugbúnaður- inn að baki Plússins þróaður og hafa ýmsar góðar hugmyndir á sviði nýrrar tækni tengdar hugbúnaðarþróun litið dagsins ljós. Gagnvirkir miðlar dafna „Netið er að verða sjálfsögð sam- skipta- og upplýsingaleið hjá sífellt stærri hópi fólks á öllum aldri auk þess sem burðargeta og hraði Internetsins gerir það að verkum að auðveldara er að senda og nálgast gögn og upp- lýsingar,“ segir Ástþór. „Tæknilega var þetta illframkvæman- legt til skamms tíma, vegna þess að tjöldi móttakenda á hinum endanum var ekki nægjanlegur. Hugtök eins og háhraði og sítenging voru til skamms tíma aðeins á færi fárra öflugra fýrirtækja eða einstaklinga sem voru mjög áhugasamir um Netið. í dag er þessi tækni að verða jafn sjálfsögð á heimilum og rennandi vatn í krananum og það er í þessu nýja umhverfi sem gagnvirkir miðlar munu þróast og dafna. Fyrir framan tölvuna er að verða jafn áhugaverður og tjölbreyttur markhópur á hverjum degi og hópurinn sem situr tyrir framan sjónvarp, útvarp eða blöð. En rétt eins og þessir miðlar hafa hver sína sérstöðu, markhópa og nálgunarmöguleika þá býður Plus.is enn eina nálgunina. Skoðandinn bregst við og lætur álit sitt í ljós.“ Boðflennur á Skjánum Netið sem auglýsingamiðill hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár. Eitt af því sem vandasamt hefur verið er útfærsla og sannanleg virkni. En það má svo sem einnig segja um aðrar hefðbundnari leiðir i auglýsinga- miðlun. Eru borðar frekar skoðaðir en auglýsing sem flett er hratt yfir eða auglýsing á skjá sem er tjarlægð með tjarstýr- ingunni? Mikið af auglýsingum á Netinu hafa haft á sér hálf- gerðan boðflennustimpil. Þær birtast á skjánum óboðnar og eru snarlega háfaðar burt. „Hugsanlega verður það vand- kvæðum bundið í framtíðinni að senda hverjum sem er hvað sem er,“ segir Ástþór. „Hver og einn verður að veita leyfi fýrir því sem hann vill fá og þurfa þá auglýsendur að lúta því að hluta. Netverjar eru viðkvæmir fyrir því sem er verið að senda á þá og reglur segja til um í auknum mæli hvernig má nálgast annað fólk á Netinu. Það er meðal annars þess vegna sem við teljum Plúsinn sterka leið til að miðla skilaboðum sem kreljast eftirtektar. Ná- kvæmlega eins og til er hópur fólks sem ekki vill sjá auglýs- ingar í neinu formi, er til mjög áhugasamur hópur fólks sem hefur gaman af því að fá margvísleg skilaboð í formi auglýs- inga. Þessi hópur er einnig líklegri til þess að fylgjast almennt betur með því sem er að gerast í kringum hann og vill geta valið úr mismunandi kostum og leiðum.“ Plúsinn ©©¥ ® © Hvad vllt þii lielst gera I siimarfriltm þlnu? Spurt hvað fólk vilji gera í sumarfrí- inu og flokkað eftir svörum. í^lúsinn ®©¥ ® © Hver þessara sjónvarpsauglýsinga fínnst þér best? Jffi i Spurt um það hvernig fólki falli ákveðnar sjónvarpsauglýsingar. Sérhvert spor ^^6^00^ léttara! Greidsluþjónusta íslandsbanka tryggir þaegindi og stöduglelka í fjármálum fjölskyldunnar Hver finnst þér besti kosturinn vid Greiðsluþjónustu íslandsbanka? Greiðsluþjónusta íslandsbanka. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.